Uppskriftir
Léttsaltaður þorskur með kardimommugljáa og blómkálsmauki
Aðalréttur fyrir 4
- 800 gr Þorskhnakki
- 50 gr Gróft sjávarsalt
- 20 gr Sykur
- 1 stk Appelsína
- 1 haus Blómkál
- 100 gr Mascarpone ostur
- 4 stk Kardimommur
- 500 ml Kálfasoð
- 3 ml Truffluolía
- 100 gr smjör
Þorskur
Aðferð
- Þorskurinn snyrtur til.
- Appelsínubörkur raspaður út í saltið og sykurinn.
- Appelsínan skorin í appelsínulauf og appelsínusafinn kreistur útí og þorskinum velt upp úr þessu og látinn liggja í 2 klst.
- Þorskurinn er síðan skorinn í 200 gr sneiðar
- Hann er síðan brúnaður á pönnu og settur í 180°C ofn í um 6 mínútur
Blómkálsmauk
- Blómkálið hreinsað
- Blómkálið er soðið í vatni í 30 mín
- Blómkálið er maukað í mixer með mascarpone og truffluoliu.
Kardimommugljái
- Kálfasoð soðið niður um helming ásamt kardimommum
- Smjöri þeytt út í soðið án þess að sjóði
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun