Uppskriftir
Léttsaltaður þorskur með kardimommugljáa og blómkálsmauki
Aðalréttur fyrir 4
- 800 gr Þorskhnakki
- 50 gr Gróft sjávarsalt
- 20 gr Sykur
- 1 stk Appelsína
- 1 haus Blómkál
- 100 gr Mascarpone ostur
- 4 stk Kardimommur
- 500 ml Kálfasoð
- 3 ml Truffluolía
- 100 gr smjör
Þorskur
Aðferð
- Þorskurinn snyrtur til.
- Appelsínubörkur raspaður út í saltið og sykurinn.
- Appelsínan skorin í appelsínulauf og appelsínusafinn kreistur útí og þorskinum velt upp úr þessu og látinn liggja í 2 klst.
- Þorskurinn er síðan skorinn í 200 gr sneiðar
- Hann er síðan brúnaður á pönnu og settur í 180°C ofn í um 6 mínútur
Blómkálsmauk
- Blómkálið hreinsað
- Blómkálið er soðið í vatni í 30 mín
- Blómkálið er maukað í mixer með mascarpone og truffluoliu.
Kardimommugljái
- Kálfasoð soðið niður um helming ásamt kardimommum
- Smjöri þeytt út í soðið án þess að sjóði
Höfundur er Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumeistari.
Mynd: Heiðar Kristjánsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið