Viðtöl, örfréttir & frumraun
Landsliðskokkarnir Þráinn og Viktor elduðu með virtustu matreiðslumeisturum heims
Yfirmatreiðslumenn Bláa Lónsins og stjórnendur kokkalandsliðsins þeir Þráinn Freyr Vigfússon og Viktor Örn Andrésson sem hlaut nýlega titilinn Matreiðslumaður ársins 2013 voru á meðal matreiðslumeistaranna sem elduðu á Grand Cru fjáröflunarviðburðinum sem haldinn var dagana 31. október til 2. nóvember 2013.
Grand Cru er einstakur matar- og vín viðburður leiðir saman hóp fólks er starfar að mannúðarmálum, viðskiptaleiðtoga, vínframleiðendur, fremstu matreiðslumeistara heims auk þekktra vísindamenn er starfa að heilbrigðismálum og innan háskólasamfélagsins. Í ár rann styrkurinn til Peter Munk Hjartastofnunarinnar og McEwen rannsóknarmiðstöðvarinnar.
Fjáröflunin fyrra kvöldið var í formi uppboðs þar sem gestir gátu m.a. boðið í ævintýraferð til Íslands og í Bláa Lónið og var kvöldverður á Lava, veitingastað Bláa Lónsins, að sjálfsögðu innifalinn. Þá gátu gestir boðið í málverk, Ranger Rover jeppa og flugferðir í MIG-15 herþotu.
Seinna kvöldið var fjáröflunin var í formi kvöldverða sem fóru fram á 30 af villum á Toronto svæðinu þar sem þekktustu matreiðslumeistarar heims matreiddu fyrir gesti sem greiddu umtalsverðar upphæðir fyrir hverja máltíð. Matreiðslumeistararnir, Daniel Bolund, Thomas Bellec og Gilles Goujon og Massimo Capra voru á meðal þeirra sem sýndu snilldi sína í heima eldhúsum þetta kvöld.
Matseðillinn var á þessa leið:
Canapé
Icelandic herring & apples
Celeriac & hazelnuts
Icelandic shrimps
Icelandic reindeer & mushrooms
Icelandic arctic char
Marinated arctic char, cucumber, red onion, estragon aioli, söl (icelandic seaweed)
Wiled icelandic goose
Cured breast of goose & gooseliver mousse, pear, cream cheese, fennel
Icelandic salted cod and langoustine
Lightly cooked cod and langoustine, tomatoes, broccoli, langoustine reduction
Icelandic free-range lamb
Seared loin of lamb with glazed sunchokes and onions, dried grapes, roasted almonds and dill infused oil
Þráinn og Viktor sögðu að það hefði verið mikil upplifun að taka þátt í viðburðinum.
Nokkrir af fremstu matreiðslumeisturum heims tóku þátt og við lítum þannig á að þátttaka okkar sé mikil viðurkenning fyrir íslenska matargerð. Auk þess sem það er gaman að taka þátt í góðu málefni sem þessu.
Íslensku matreiðslumeistararnir elduðu fyrir 16 manna hóp og fór kvöldverðurinn fram á heimili Goldfarb á Toronto svæðinu en þeir félagar Þránn og Vikor höfðu aðstöðu á Café Boulund á Four Seasons í Toronto til að undirbúa sig fyrir kvöldverðinn.
Íslenska hráefnið vakti mikla lukku á meðal gesta en meðal þess sem var á matseðlinu var, bleikja með íslenskum sölum, gæs, humar, lamb og skyr. Gestir sýndu hráefninu mikinn áhuga og ljóst er að hreinleiki og gæði íslenska hráefnisins höfðaði sterkt til gesta kvöldsins.
, sögðu Viktor og Þráinn hressir að lokum.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….