Keppni
Landslið kjötiðnaðarmanna: Myndir frá fyrstu æfingu
Stuttu fyrir páska var mér boðið að heimsækja Landslið kjötiðnaðarmanna eða LK, þar sem meðlimir voru að taka sína fyrstu æfingu og ég var meira en velkominn að taka nokkrar myndir. Það þarf ekki að segja mér oft svona hluti þó svo að mér finnist Hótel- og matvælaskólinn erfiður staður til að taka góðar myndir á.
Eins og lög gera ráð fyrir þá var ég mættur snemma á umsömdum tíma, rölti niður í kjöt þar sem ég hitti Sigmund G. Sigurjónsson kjötiðnaðarmeistara og hann kynnti mig fyrir hópnum. Ég hafði hitt Sigmund áður en hann er einn af mörgum driffjöðrum eða eldhugunum á bak við tjöldin sem leggur nótt við dag til að koma liðinu út í keppni, keppni sem verður haldin að ári.
Það er Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari sem hefur staðið að undirbúningi og framkvæmd Landsliðs kjötiðnaðarmanna.
Sjá einnig: Ísland með í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn
Við hjá Veitingageiranum munum fylgjast vel með landsliðinu og færa ykkur glænýjar og ferskar fréttir af liðinu.
Sigmundur tjáði mér að stemmingin hjá liðinu væri virkilega góð og þau virkilega spennt fyrir því að takast á við þessa áskorun sem eitt heimsmeistaramót er.
„Þetta getur orðið erfitt, þar sem þau er að koma af sitthvorum landsfjórðunginum, en það er mikil vinna framundan og þetta á eftir að vera gaman“.
Sagði Sigmundur í samtali við veitingageirinn.is.
Fjáröflun hefur gengið vel, en Lk lét framleiða fyrir sig sérstakan hníf sem var seldur í áskrift á vordögum. Salan gekk vonum frama og er nú svo gott allir hnífar uppseldir, en það er nú samt svo það að fara með landsliðið á heimsmeistarakeppni er hvorki ódýrt né auðveldur pakki.
Með fylgja nokkrar myndir frá æfingunni.
Fréttayfirlit: Landslið kjötiðnaðarmanna.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Dímon 11: Nýr gastropub opnar á Laugavegi 11
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Humareldi í Noregi – en íslenskar tilraunir runnu út í sandinn
-
Veitingarýni6 dagar síðan
Veitingarýni: „Hugguleg herbergi en matreiðslan stal senunni“ – Fosshótel Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ferskar, sætar og ómótstæðilegar sumarsnittur – Rjómaostur með hvítu súkkulaði breytir öllu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vaka Njálsdóttir tekur við stjórn COLLAB hjá Ölgerðinni
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Núpa
-
Keppni2 dagar síðan
Pizza Popolare meðal fremstu pizzastaða Evrópu 2025 – „Excellent Pizzeria“ annað árið í röð