Frétt
Landskönnun á mataræði Íslendinga að hefjast
Embætti landlæknis í samvinnu við Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands eru um þessar mundir að hefja landskönnun á mataræði og neysluvenjum landsmanna. Um tvö þúsund manns á aldrinum 18-80 ára geta átt von á bréfi með beiðni um þátttöku. Könnunin fer þannig fram að haft verður samband við þátttakendur símleiðis og spurt um mataræði og neysluvenjur.
Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með mataræði þjóðarinnar, þróun þess og breytingum. Hliðstæð könnun var síðast framkvæmd 2010-2011 en ástæða er til að ætla að breytingar hafi átt sér stað á mataræðinu frá þeim tíma. Mjög mikilvægt er að kanna mataræðið reglubundið. Reiknað er með að könnunin standi yfir í um það bil ár, að því er fram kemur á vef Landlæknis.
Heilsa hverrar þjóðar ræðst að miklu leyti af lifnaðarháttum og er mataræði þar einn af áhrifamestu þáttum. Niðurstöður könnunarinnar munu því nýtast við lýðheilsustarf, áhættumat vegna matvælaöryggis, við neytendavernd og í stefnumótun stjórnvalda. Almenn þátttaka og velvilji fólks hefur mikið að segja til að sem réttust mynd fáist af fæðuvenjum allra aldurshópa karla og kvenna, hvort sem er í sveitum, bæjum eða borg. Því vilja skipuleggjendur könnunarinnar hvetja alla, sem haft verður samband við, til þátttöku og að stuðla þannig að því að lýðheilsustarf á sviði næringar verði byggt á traustum og góðum upplýsingum um mataræði og neysluvenjur þjóðarinnar.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






