Frétt
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…

B.Jensen er staðsett á Lóni 604 Akureyri
B.Jensen er fjölskyldufyrirtæki stofnað 15.maí 1968 af hjónunum Benny Albert Jensen og Jónínu Guðjónsdóttir. Júní 1998 Kaupir Sonur þeirra Erik Jensen og kona hans Ingibjörg Stella Bjarnadóttir fyrirtækið. Þau hjónin reka í dag fyirtækið ásamt börnum sínum.
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er að kaupa fjölskyldufyrirtækið B.Jensen sem rekur sláturhús, kjötvinnslu og verslun við Lónsbakka, við landamæri Hörgársveitar og Akureyrar.
„Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi milli KS og eigenda B.Jensen um kaup hins fyrrnefnda á hinu síðarnefnda.
Samningar liggja í raun fyrir en það er verið að hnýta lausa enda og gert er ráð fyrir að viðskiptin klárist á næstu 2-3 vikum,“
segir Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis-Norðlenska við Akureyri.net sem fjallar nánar um málið hér.
Myndir: facebook / B. Jensen

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí