Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Krúttlegt kaffihús opnar á Selfossi – Fríða: „Það eru tækifæri í kófinu“
Kaffi & Co er nýtt kaffihús á Selfossi og er staðsett við Eyraveg 35 þar sem skemmtistaðurinn Frón var áður til húsa.
Boðið er upp á fjölbreytt úrval af kaffi og mat, þar sem aðaláherslan er lögð á fjölskyldufólk. Krúttlegt barnahorn er á staðnum þar sem börnin geta leikið sér í, á meðan foreldrar þeirra njóta matarins.
Gott úrval er af vegan mat á matseðlinum og er opið frá klukkan 11:00 til 20:00 frá sun-fim og 11:00 til 23:00 fös-lau.
„Ég var búin að vera að veltast um með þessa hugmynd í kollinum í langan tíma en ekki komið mér í að framkvæma hana en eins og ástandið í þjóðfélaginu hefur verið var þetta kjörið tækifæri til að láta loksins verða að þessu.
Þetta hefur svo að okkar mati verið eitthvað sem hefur vantað hér á Selfossi í sístækkandi samfélagi. Það eru tækifæri í kófinu. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð við staðnum og fjölskyldufólk komið og heimsótt okkur, sem við erum afar þakklát fyrir á þessum erfiðu og skrítnu tímum.
Við bíðum svo bara eftir því að fá að taka flugið almennilega þegar veiran er hætt að láta að sér kveða með öllum sínum takmörkunum,“
segir Fríða einn af eigendum staðarins í samtali við DFS.is.
Myndir: facebook / Kaffi & Co
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið