Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Krúttlegt kaffihús opnar á Selfossi – Fríða: „Það eru tækifæri í kófinu“
Kaffi & Co er nýtt kaffihús á Selfossi og er staðsett við Eyraveg 35 þar sem skemmtistaðurinn Frón var áður til húsa.
Boðið er upp á fjölbreytt úrval af kaffi og mat, þar sem aðaláherslan er lögð á fjölskyldufólk. Krúttlegt barnahorn er á staðnum þar sem börnin geta leikið sér í, á meðan foreldrar þeirra njóta matarins.
Gott úrval er af vegan mat á matseðlinum og er opið frá klukkan 11:00 til 20:00 frá sun-fim og 11:00 til 23:00 fös-lau.
„Ég var búin að vera að veltast um með þessa hugmynd í kollinum í langan tíma en ekki komið mér í að framkvæma hana en eins og ástandið í þjóðfélaginu hefur verið var þetta kjörið tækifæri til að láta loksins verða að þessu.
Þetta hefur svo að okkar mati verið eitthvað sem hefur vantað hér á Selfossi í sístækkandi samfélagi. Það eru tækifæri í kófinu. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð við staðnum og fjölskyldufólk komið og heimsótt okkur, sem við erum afar þakklát fyrir á þessum erfiðu og skrítnu tímum.
Við bíðum svo bara eftir því að fá að taka flugið almennilega þegar veiran er hætt að láta að sér kveða með öllum sínum takmörkunum,“
segir Fríða einn af eigendum staðarins í samtali við DFS.is.
Myndir: facebook / Kaffi & Co

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir