Keppni
Kristín Þóra Kaffitársmeistari Kaffibarþjóna 2013
Innanhúsmót Kaffibarþjóna Kaffitárs var haldið í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Stapabraut, Njarðvík. Níu keppendur mættu til leiks og komu margar skemmtilega framsetningar á drykkjum fram að sögn viðstaddra. Keppni þessi er liður í að hvetja starfsfólk í fyrirtækinu til að keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en keppnin gefur starfsfólkinu tækifæri til að prufukeyra rútínuna sína áður en haldið er í sjálft mótið, sem haldið verður á Kaffihátíð í Hörpu 21. og 22. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að lesa á heimasíðu Kaffibarþjónafélags Íslands með því að smella hér.
Við óskum Kríu til hamingju með árangurinn og Kaffitári með vel lukkað mót. Meðfygljandi Instagram myndir voru merktar #veitingageirinn, en myndirnar tók Kría.
Mynd af verðlaunahöfum: af heimasíðu kaffibarthjonafelag.is.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný