Keppni
Kristín Þóra Kaffitársmeistari Kaffibarþjóna 2013
Innanhúsmót Kaffibarþjóna Kaffitárs var haldið í gær í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Stapabraut, Njarðvík. Níu keppendur mættu til leiks og komu margar skemmtilega framsetningar á drykkjum fram að sögn viðstaddra. Keppni þessi er liður í að hvetja starfsfólk í fyrirtækinu til að keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en keppnin gefur starfsfólkinu tækifæri til að prufukeyra rútínuna sína áður en haldið er í sjálft mótið, sem haldið verður á Kaffihátíð í Hörpu 21. og 22. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að lesa á heimasíðu Kaffibarþjónafélags Íslands með því að smella hér.
Við óskum Kríu til hamingju með árangurinn og Kaffitári með vel lukkað mót. Meðfygljandi Instagram myndir voru merktar #veitingageirinn, en myndirnar tók Kría.
Mynd af verðlaunahöfum: af heimasíðu kaffibarthjonafelag.is.

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas