Vertu memm

Keppni

Kaffihátíð 2014 og skráning í Íslandsmót í kaffigreinum

Birting:

þann

Logo Kaffibarþjónafélag ÍslandsNú fer keppnistímabilið í kaffigeiranum aftur að hefjast og er stjórn Kaffibarþjónafélag Íslands (KBFÍ) búin að funda nokkrum sinnum til að undirbúa nýja Kaffihátíð.  Hátíðin, sem haldin var í febrúar síðastliðnum, gekk vonum framar og er stefnt að því að gera enn betur á næsta ári. Kaffihátíðin, sem mun standa yfir dagana 21. og 22. febrúar 2014, verður aftur haldin í Hörpu en verður nú á jarðhæð.

Ásamt vörusýningu verða einnig haldin tvö Íslandsmót: Íslandsmót Kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð, en sigurvegarar beggja keppna munu keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistarakeppni í greininni næsta sumar í Rimini á Ítalíu. Skráning í mótin er opin öllum og fer rafrænt fram á heimasíðu KBFÍ hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið