Vertu memm

Keppni

Kristín Björg er Froðuglímumeistari 2017 – Myndir

Birting:

þann

Froðuglíma 2017

Kristín fagnar sigrinum vel og innilega með espresso vélina sem hún fékk í verðlaun

Það var fullt hús á Kaffislipp þegar 48 keppendur kepptu í Froðuglímu nú á dögunum. Allir keppendur fengu Keep Cup fjölnotamál í verðlaun fyrir þátttöku.

illy var aðalstyrktaraðili keppninnar, en espresso frá illy er með þykka froðu sem er undirstaða fyrir mjólkurlist. Ölgerðin bauð uppá drykki, Carlsberg, Tia maria, Ron Zacapa allt kvöldið.

Froðuglíma 2017

Mikill fjöldi gesta mættu og sumir þurftu hreinlega horfa á keppnina í gegnum gluggana á Kaffislipp

Þetta er þriðja froðuglíman sem er haldin á Kaffislipp og vonast skipuleggjendur að halda þennan viðburð aftur á næsta ári og þá mögulega í stærra rými.

Froðuglíma er útsláttarkeppni í mjólkurlist, en tveir kaffibarþjónar í einu hella mjólkurlist í sitt hvorn bollann og þrír dómarar skera úr hvor er betri og sá heldur áfram í næstu umferð, þar til að einn er valinn Froðuglímumeistari.

Úrslit:

1. sæti – Kristín Björg Björnsdóttir hjá Te og Kaffi
2. sæti – Jón Axel Sellgren hjá Kaffislipp
3. sæti – Viktor hjá Kaffibrennslunni

Í verðlaun fyrir 1. sæti var Francis Francis X1 espresso vél frá illy , espresso bollar, illy kaffi og kaffibók.

Froðuglíma 2017

Dómarateymið: Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Nick Gardenier og Njáll Björgvinsson

Dómarar voru:

  • Nick Gardenier frá illy
  • Njáll Björgvinsson frá Kaffibrugghúsinu
  • Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kaffiunandi og baráttukona

Vala Stefánsdóttir einn af skipuleggjendum vill koma á framfæri þakkklæti til allra sem komu og sérstaklega þeim sem tóku þátt, en miklar framfarir hafa verið frá síðustu froðuglímu, Reykjavík á helling af hæfileikaríkum kaffibarþjónum.

Vala Stef er greinilega margt til listanna lagt en hún sigraði kokteilkeppni sem haldin var  á þriðjudaginn s.l.  Einnig hefur hún sigrað aðrar kokteilkeppni Afréttarakeppnina árið 2013, Finlandia Mystery Basket barþjónakeppninna árið 2015 svo fátt eitt sé nefnt að auki fjölmargar kaffibarþjónakeppni.

Meðfylgjandi myndir tók Þröstur Már Bjarnason og einnig er hægt að sjá fjölmargar myndir frá keppninni með því að smella hér.

Froðuglíma 2017

Vala Stefánsdóttir hjá Kaffislipp, einn af skipuleggjendum Froðuglímunnar og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir dómari

Froðuglíma 2017

Mjólkurlist af bestu gerð

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið