Keppni
Kristín Björg er Froðuglímumeistari 2017 – Myndir
Það var fullt hús á Kaffislipp þegar 48 keppendur kepptu í Froðuglímu nú á dögunum. Allir keppendur fengu Keep Cup fjölnotamál í verðlaun fyrir þátttöku.
illy var aðalstyrktaraðili keppninnar, en espresso frá illy er með þykka froðu sem er undirstaða fyrir mjólkurlist. Ölgerðin bauð uppá drykki, Carlsberg, Tia maria, Ron Zacapa allt kvöldið.
Þetta er þriðja froðuglíman sem er haldin á Kaffislipp og vonast skipuleggjendur að halda þennan viðburð aftur á næsta ári og þá mögulega í stærra rými.
Froðuglíma er útsláttarkeppni í mjólkurlist, en tveir kaffibarþjónar í einu hella mjólkurlist í sitt hvorn bollann og þrír dómarar skera úr hvor er betri og sá heldur áfram í næstu umferð, þar til að einn er valinn Froðuglímumeistari.
Úrslit:
1. sæti – Kristín Björg Björnsdóttir hjá Te og Kaffi
2. sæti – Jón Axel Sellgren hjá Kaffislipp
3. sæti – Viktor hjá Kaffibrennslunni
Í verðlaun fyrir 1. sæti var Francis Francis X1 espresso vél frá illy , espresso bollar, illy kaffi og kaffibók.
Dómarar voru:
- Nick Gardenier frá illy
- Njáll Björgvinsson frá Kaffibrugghúsinu
- Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kaffiunandi og baráttukona
Vala Stefánsdóttir einn af skipuleggjendum vill koma á framfæri þakkklæti til allra sem komu og sérstaklega þeim sem tóku þátt, en miklar framfarir hafa verið frá síðustu froðuglímu, Reykjavík á helling af hæfileikaríkum kaffibarþjónum.
Vala Stef er greinilega margt til listanna lagt en hún sigraði kokteilkeppni sem haldin var á þriðjudaginn s.l. Einnig hefur hún sigrað aðrar kokteilkeppni Afréttarakeppnina árið 2013, Finlandia Mystery Basket barþjónakeppninna árið 2015 svo fátt eitt sé nefnt að auki fjölmargar kaffibarþjónakeppni.
Meðfylgjandi myndir tók Þröstur Már Bjarnason og einnig er hægt að sjá fjölmargar myndir frá keppninni með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt