Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt metnaðarfullt kaffihús opnar

Birting:

þann

Kaffislippur

Delicatessen er hugtak sem lýsir Kaffislipp vel, með heimalagaðan mat sem bæði er hægt að neyta á staðnum og grípa með sér.

Kaffislippur opnaði í júní og er nýjasta rósin í hnappagat Reykjavík Marina. Kaffislippur er notalegt kaffihús á jarðhæð nýju viðbyggingarinnar með sæti fyrir 50 manns og annað rými fyrir 25 – 30 manns sem hentar fyrir hvers kyns kynningar eða einkaboð.

Kaffislippur

Kaffislippur

Kaffislippur

Boðið er upp á morgunmat sem inniheldur meðal annars ristað súrdeigsbrauð með fersku avokado og tómötum, engiferskot, jógúrt eða heimagerðan chia graut, alls konar kaffi, hádegishollustu og síðast en ekki síst kökur úr handverksbakarí Satt Restaurant. Kaffislippur er opinn alla daga frá klukkan 07 til 18.

Kaffi á Kaffislipp er hugleikið, þar sem boðið er upp á uppáhellingu eða skemmtilega blöndu sem möluð er á staðnum af fagfólki. Kókos topparnir, sörurnar, makkarónurnar og fleira heimalagað gúmmelaði er á boðstólnum.

Kaffislippur

Gamli og nýi tíminn mætast

Kaffislippur

Vala Stefánsdóttir

Vala Stefánsdóttir er við stjórnvölin á Kaffislipp, en hún er vel þekkt í kaffibarmenningunni á Íslandi og hefur mikla reynslu í kaffibarþjónakeppnum, t.a.m. keppt í:

  • 2013 – 1. sæti í Afréttarakeppninni á vegum Barþjónaklúbb Íslands.
  • 2013 – Kokteilkeppni á Kjarvalsstöðum
  • 2013 – Nordic Barista Cup, kaffibarþjónakeppni í Osló
  • 2013 – Íslandsmótinu „Coffee in Good Spirits“.
  • 2013 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Cup Tasters“.
  • 2013 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Barista Championship“.
  • 2012 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Brewers Cup Championship“.
  • 2011 – Íslandsmótinu „Latte Art Champion“.
Kaffislippur

Omnom súkkulaði með lakkrís smakkaðist alveg prýðilega

Kaffið sem við erum að nota er frá Reykjavik Roasters og Kaffitári en reynum að leita uppi hvaða kaffi er ferskast að hverju sinni. Okkur langar svo að flytja inn kaffi frá þekktum kaffibrennslum erlendis og bjóða upp á það líka.

Við erum alltaf með nýtt og ferskt kaffi á könnunni og höfum verið að leika okkur að gera okkar eigin kaffiblöndur, en núna erum við t.a.m. með Kólumbíu frá Kaffitár og Rwanda frá Reykjavik Roasters í kvörninni fyrir espresso. Við erum með heitt súkkulaði með Omnom súkkulaði, sem er líka í boði með lakkrís,

sagði Vala í samtali við veitingageirinn.is.

Kaffislippur

Kaffislippur

Kaffislippur

Kaffislippur

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið