Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Spennandi framtíðaráform í uppbyggingu – Fjöruböð og hótel á Hauganesi

Birting:

þann

Spennandi framtíðaráform í uppbyggingu - Fjöruböð og hótel á Hauganesi

Ný og stærri Fjöruböð verða byggð vestan við núverandi potta þar sem andi þeirra heldur sér með sterkri tengingu við hafið, fjöruna, sjósókn og siglingamenningu. Fjöruböðin eru baðaðstaða fyrir alla þar sem gestir baða sig í pottum sem líkjast bátum fyrri tíða.

Pottarnir hafa misheitt hitastig og eru annaðhvort ferskvatns- eða saltvatnspottar. Aðstaðan við Fjöruböðin er hönnuð með tilvísun til eldri verbúða og íslensku burstabæjanna og hefur sex burstir. Þar má finna gufubað alveg niðri í fjöruborðinu með útsýni inn Eyjafjörð, búningsherbergi og sturtur fyrir öll, heilsulind og veitingasvæði þar sem bæði má njóta veitinga innan dyra eða í sérstakri laug með útibar framan við veitingaaðstöðuna. Timburbryggja úr harðvið myndar svo gólfið á milli lauganna og skapar notalegt íverurými fyrir gesti Fjörubaðanna.

Verður að mestu tilbúið árið 2029

Alls staðar verður lögð áhersla á umhverfisvænar lausnir og heilsusamlega lifnaðarhætti og möguleika á ræktun huga í því einstaka umhverfi sem Sandvíkin og Hauganes hafa upp á að bjóða.

Við Fjöruböðin má gera ráð fyrir bátahúsi sem sem hægt er að starfrækja útleigu á t.d. kajökum, sæþotum og öðrum vatnaíþrótta- og leiktækjum. Austan við bátahúsið er síðan gert ráð fyrir smábátahöfn þar sem gamla bryggjan gæti nýst við gerð varnargarðs til að skýla nýju bryggjunni.

Áform eru um að bróðurpartur þess sem á að byggja verði kominn upp árið 2029.

Frístundabyggð

Gert er ráð fyrir um 30 bústöðum í þremur mismunandi stærðum, við tvær botngötur ofan við tjaldsvæðisreitinn. Gert er ráð fyrir að húsin verði í svokölluðum „bollum” innan svæðis til að lágmarka fjölda gatnamóta við botngöturnar. Húsin sem verða 30 fm, 45 fm og 60 fm, standa í brekkunni og snúa öll í átt að suð-austri í áttina inn Eyjafjörð. Á suðurhlið húsanna verður sólarveggur með góðri aðstöðu utandyra. Einnig er stór gluggi í norðaustur þar sem Kaldbakurinn er rammaður inn.

Gott aðgengi verður fyrir gangandi fólk á svæðinu. Upplýstir stígar tengja svæðið saman þar sem íbúar frístundahúsanna hafa greiðan aðgang að þeirri afþreyingu sem Hauganes hefur upp á að bjóða. Slíkur stígur mun tengja böðin við frístundabyggðina og svæðið í kring og fjöruna við þéttbýlið.

Afþreyingartún er neðan frístundabyggðarinnar. Það er tilvalið að nýta til dæmis undir minigolfvöll, frisbígolfvöll, fótboltavöll og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, auk þess sem þar mætti leggja gönguskíðabraut, gera skautasvell og ýmislegt fleira, enda má gera ráð fyrir umtalsverðri vetrarferðamennsku á staðnum. Túnið er staðsett miðsvæðis milli frístundabyggðarinnar og tjaldsvæðisins, norðan hótelsins og Fjörubaðanna en tengir þessi svæði því vel saman.

Spennandi framtíðaráform í uppbyggingu - Fjöruböð og hótel á Hauganesi

Hótel

Fjörutíu herbergja hótel verður byggt rétt vestan við Fjöruböðin og austan frístundabyggðar. Þar verður veitingasalur fyrir morgunverð og þegar fram í sækir frekari veitingarekstur en fyrst um sinn munu gestir njóta þeirra veitinga sem framreiddar eru á Baccalá Bar og í veitingasölu Fjörubaðanna. Á hótelinu verður hugað að ýmsum þáttum sem varðar þægindi og aðgengi gesta, s.s. fyrir skíði eða golf, og sérstök aðstaða ætluð fyrir þann búnað.

Gamli Hauganesvegurinn verður notaður sem aðaltenging inn á skipulagsreitinn. Umferð ferðamanna og gesta Fjörubaðanna, hótelsins og tjaldsvæðisins verður beint á veginn en ekki í gegnum þéttbýlið eins og gert er í dag.

Nýja hverfið byggir á þjónustu við ferðamenn. Frístundahús, hótel, tjaldsvæði og fjöruböðin styrkja hvert annað og mynda verulega sterkan og áhugaverðan áfangastað á Norðurlandi. Stað sem bæði innlendir og erlendi ferðamenn, sem og íbúar Eyjafjarðar munu sækja heim.

Spennandi framtíðaráform í uppbyggingu - Fjöruböð og hótel á Hauganesi

Umferð bíla verður lágmörkuð innan svæðis. Ekið verður inn aðalveg að Fjöruböðunum, tjaldsvæðinu og hótelinu milli afþreyingarsvæðis og tjaldsvæðis og þar komið inn á tjaldsvæði ofan Fjörubaða. Með staðsetningu bílastæðanna og góðum gönguleiðum og tengingum við þau er tryggt að unnt sé að skilja bílinn eftir á bílastæðinu og fara um allt svæðið þaðan, þar sem allt er í göngufæri hvort sem er að Fjörubaðasvæðinu eða inn í þéttbýlið og niður á bryggju.

Með fylgir viðtal við Elvar Reykjalín, framkvæmdaastjóra Ektafisks á Hauganesi í Eyjafirði, sem birt var í DBL blaðinu sem gefið er út á Dalvík.

Spennandi framtíðaráform í uppbyggingu - Fjöruböð og hótel á Hauganesi

Tölvuteiknaðar myndir: fjorubodin.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið