Markaðurinn
Kökubæklingur Nóa Síríus 2022 er kominn í verslanir landsins
Nú streymir kökubæklingurinn frá Nóa Síríus í verslanir en hann hefur verið ómissandi hluti af hátíðarundirbúningi þjóðarinnar í þrjá áratugi.
Linda Ben er snillingurinn á bak við uppskriftirnar í ár eins og í fyrra og verður spennandi að sjá hvaða gómsætu uppskriftir hún býður uppá í ár.
„Við erum afar stolt af kökubæklingnum sem er fyrir löngu orðinn ómissandi í eldhúsum landsmanna og á mörgum heimilum markar útgáfa hans upphafið að undirbúningi hátíðanna,“
segir Alda Björk Larsen markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Á hverju ári er lögð mikil vinna í bæklinginn og reynum við að höfða til allra á heimilinu, við fengum Lindu Ben aftur til liðs við okkur að vinna kökubæklinginn en hún er einstaklega fær og hugmyndarík. Linda bíður okkur uppá gómsætt úrval girnilegra uppskrifta sem fjölskyldan getur sameinast og átt góðar stundir bæði við að baka og njóta saman.
En það munu eflaust margir bragðlaukar kætast við að prófa þessar fjölbreyttu og bragðgóðu uppskriftir, frá henni Lindu“
bætir Alda við.
Á rúmri hundrað ára vegferð Nóa Síríus með íslensku þjóðinni hafa vörur fyrirtækisins verið einstaklega vinsælar í bakstur.
Sælkerabaksturs vörulínan er orðin mjög fjölbreytt en þar má finna vörur eins og Kakóduft, Trompkurl, Lakkrískurl og Karamellukurl að ógleymdum nokkrum tegundum Súkkulaðidropa.
Að auki eru ýmsar aðrar vörur frá Nóa Síríus tilvaldar í baksturinn eins og sælkerabakarar þjóðarinnar hafa sannreynt á liðnum árum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?