Uppskriftir
Kókos greipaldin kaka
Ég mæli með því að baka þessa með kaffinu um helgina. Hún er svakalega góð en sum börn eru ekki hrifin af henni svo ég mæli með henni fyrir fullorðna.
Það má líka nota aðra sítrusávexti og aðrar bragðtegundir af jógúrt til að breyta bragðinu ef þið viljið. Appelsína og mangójógúrt er líka svakalega góð blanda og svo lime og hindberjajógúrt líka. Auðvelt að breyta kökunni alveg bara með hráefninu.
Innihald:
190 g hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
3 egg
180 g kókosjógúrt
200 g sykur
120 ml olía
60 ml safi úr rauðu greipaldin + fínt raspaður börkurinn
1 tsk vanilluduft
Sneiðar af rauðu greipaldin og kókosflögur til að skreyta
Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Setjið hveitið og lyftiduftið saman í skál. Setjið svo eggin, jógúrtið, sykurinn, olíuna, safinn og börkinn af greipaldinu, vanilluna saman í skál og blandið vel.
Bætið svo blautu blöndunni í skömmtun við þurru blönduna en forðist að ofhræra þetta. Setjið blönduna í form klætt með smjörpappír og bakið í 40-50 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla