Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kokkarnir.is vinsæll vefur

Birting:

þann

Það má með sanni segja að vefurinn www.kokkarnir.is hefur slegið rækilega vel í gegn, en samkvæmt teljara frá Íslenska fyrirtækinu Modernus mældist vefurinn með 390 einstaka gesti á þriðjudaginn 27. september eða alls tæp 500 innlit, þ.e.a.s. sumir voru að koma tvisvar yfir daginn.

Rúnar kemur í morgunþættinu „Úr Ísland í bítið“ alla mánudagsmorgna og er heimasíðan Kokkarnir.is auglýst í leiðinni og það hefur haft svona góð áhrif.  Fréttamaður sló á þráðinn til Rúnars Gíslasonar eiganda veisluþjónustunnar Kokkarnir og ræddi stuttlega við hann.

Rúnar hafði mikið að gera, en hann var að skipuleggja næstu daga úr pöntunum sem höfðu borist inn yfir daginn.

Sæll Rúnar, hvað er annars að frétta, er ekki nóg að gera?
„Satt best að segja þá er búið að vera rífandi vöxtur í fyrirtækinu þetta árið, en það er orðið svo troðið af veislum útum allann bæ og í veislusalnum í Fóstbræðraheimilinu að ég er upp fyrir haus alla daga“

Ég er nú ekki hissa á þessum vinsældum, enda ertu afburðagóður kokkur og skemmtilegur karakter“, en við þessi orð hjá fréttamanni, þá tísti í Rúnari og sagði „tja, maður passar upp á að gera allt vel, það sem snýr að viðskiptavininum.“

Hvar er hinn helmingurinn af þér, þ.e.a.s. hann Jón Arnar (en Jón Arnar er annar eigandi veisluþjónustunar)
Hann hefur ekki unnið hérna í 2 ár en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.

Er búið að vera mikið af pöntunum fyrir næsta fermingartímabil?
Það er vangefið að gera í fermingunum, en það hefur verið mikil aðsókn að veislusalnum í Fóstbræðraheimilinu.

Hvað eru margir starfsmenn að vinna hjá þér?
Núna eru 25 starfsmenn sem vinna í hinum ýmsum stöðum sem Veisluþjónustan Kokkarnir sjá um, m.a. í: í fiskvinnslu, fiskborði í Hagkaupum Garðabæ, Fiskborðið í Hagkaupum Eiðstorgi, bílstjórar, Osta- og Sælkeraborð í Hagkaupum í kringlunni, Fiskborðið í Hagkaupum í Spönginni, fiskborði í Hagkaupum Skeifunni og síðan er mín stoð og stytta í eldhúsinu hann Guðjón Birgir Rúnarsson en hann er yfirmatreiðslumaður Veisluþjónustunnar. Yfirþjónn er Steinþór Einarsson.

 En við þessi orð, þá varð Rúnar að hlaupa fram í eldhús að hjálpa til við að koma út eina veislu útí bæ.

Heimasíða: www.kokkarnir.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið