Keppni
Kokkalandsliðið sýnir keppnisborð í Smáralind á sunnudaginn
Kokkalandsliðið æfir nú stíft fyrir Heimsmeistarakeppnina í matreiðslu sem fram fer í Luxemborg í nóvember nk. Önnur keppnisgreinin er kalt borð eða Culinary Art Table þar sem sýndir eru yfir 30 réttir sem tekur um 48 klukkustundir að útbúa. Segir í fréttatilkynningu frá Kokkalandsliðinu.
Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða keppnisborðið
Borðið er sannkallað listaverk þar sem hvert smáatriði hefur verið hugsað í þaula. Liður í æfingarferlinu er að flytja réttina milli staða þannig að þeir haldi fullkomnu útliti sínu enda þurfa þeir að vera til sýnis í margar klukkustundir á keppnisstað. Nú gefst landsmönnum kostur á að skoða keppnisborðið þegar kokkarnir stilla því upp til sýnis í Smáralind sunnudaginn 19. október kl. 13-18.
700 af færustu kokkum heims í heimsmeistarakeppninni
Heimsmeistarakeppnin, Culinary World Cup, er haldin á fjögurra ára fresti. Þar mætast yfir 700 af færustu kokkum heimsins frá um 40 þjóðum og keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppt er í tveimur greinum, annars vegar er keppt í köldu borði eða Culinary Art Table og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti.
Meðlimir Kokkalandsliðsins
Kokkalandsliðið sem hefur æft fyrir keppnina síðustu 18 mánuði er skipað færustu matreiðslumönnum landsins, 13 talsins:
- Hafliði Halldórsson faglegur framkvæmdastjóri liðsins
- Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði
- Viktor Örn Andrésson liðsstjóri
- Fannar Vernharðsson
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Ylfa Helgadóttir
- Hafsteinn Ólafsson
- Axel Clausen
- Garðar Kári Garðarsson
- Daníel Cochran
- Ari Þór Gunnarsson
- Hrafnkell Sigríðarson
- María Shramko
Mynd: Kokkalandsliðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni2 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024