Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kokkaflakk í eyrun – Fyrsti þátturinn er kominn í loftið
Þátturinn Kokkaflakk í umsjá veitingamannsins Ólafs Arnar Ólafssonar er kominn á dagskrá Hljóðkirkjunnar. Kokkaflakk í eyrun er á dagskrá alla þriðjudaga og fyrsti þátturinn er kominn á veiturnar Podbean, Spotify og Apple.
Hljóðkirkjan framleiðir hlaðvarpsþætti og annað er viðkemur hljóði og mynd. Dómsdagur – mánudögum. Kokkaflakk – þriðjudögum. Draugar fortíðar – miðvikudögum. STVF – fimmtudögum. Besta platan – föstudögum.
„Já krakkar mínir, nú þurfið þið ekki lengur að horfa á sjónvarpið alltaf bara! Nú getið þið hlustað á MIG tala við allskonar fólk um mat og allskonar annað, í staðinn.“
Segir Ólafur í tilkynningu, en hann er framreiðslumeistari að mennt og hefur t.a.m. verið öflugur með þættina Kokkaflakk sem sýnt hafa verið í Sjónvarpi Símans, sem nú fara af stað í hlaðvarpsformi.
Kokkaflakk hefur notið mikilla vinsælda eins og áður sagði sem sjónvarpsþáttur hjá Sjónvarpi Símans. Í þáttunum heimsótti Ólafur íslenska matreiðslumeistara sem störfuðu erlendis, forvitnaðist um matargerð þeirra og lífi og upplifði borgina sem þeir bjuggu í frá sjónarhóli þeirra. Ólafur ferðaðist til Osló, Berlín, Ghent, New York og París.
„Og ekki nóg með það, heldur þegar þið eruð búin að hlusta á mig þá getið þið hlustað á allt gúmmelaðið sem Hljóðkirkjan er með á sínum snærum. Dómsdagur, Draugar fortíðar, Snæbjörn talar við fólk og Besta platan. S/O á Baldur Ragnarsson fyrir að vera snillingur og koma Þættinum svona fallegum í loftið. Að horfa á sjónvarp er fyrir lúða, hlustaðu frekar á Hlaðvarp“
segir Ólafur, en fyrsti gestur hans er Sonja Grant sem er vel kunnug lesendum veitingageirans, en hún veit allt sem hægt er að vita um kaffi og þá sérstaklega gæðakaffi, því hún hefur helgað líf sitt kaffi undanfarin rúm 20 ár.
Hún hefur stjórnað vinsælustu kaffihúsum á Íslandi og tekið þátt í að leiða byltingu gæðakaffis á Íslandi. Sonja er líka leiðandi í alþjóðlegu samstarfi kaffifólks, haldið Íslandsmót í kaffidrykkjum og heldur námskeið um kaffi í húsakynnum kaffibrennslunnar sinnar, Kaffibrugghússins.
Sonju finnst ekki leiðinlegt að tala um kaffi og gerir það af mikilli þekkingu.
Þáttinn er hægt að hlusta í heild sinni hér.
Myndir: facebook / Kokkaflakk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt19 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







