Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kjöthleifur í einn dag

Birting:

þann

Kjöthleifur - Meatloaf

Það var nú ekki erfitt fyrir mig að setja mig í spor Kjöthleifsins Meatloaf af tveimur ástæðum, sú fyrri er að ég er með álíka holdafar og hann og hin að þegar hann kom til Íslands í október 1987 var ég að vinna á Holiday Inn ( Grand hotel) og kom það í minn hlut að ræða við kappann hvað hann vildi borða meðan á dvölinni stæði og ekki var það erfitt, hann sagði:

ég borða bara hamborgara, þannig að ef þú lagar mismunandi útgáfur er ég sáttur

, og svo varð.

Og í tilefni þess að ég var að fara í Hörpuna um kvöldið að sjá Meatloaf tónleika með íslenskum tónlistamönnum, ákvað ég að borða hamborgara í hádegi og um kvöldið, honum til heiðurs og kemur hér sú upplifun:

Í hádeginu var það Fridays sem fyrir valinu var, sem amerísk keðja, því Meatloaf er fæddur í Texas.

World Famous Bacon Cheeseburger Grillaður hamborgari með stökku beikoni, hjúpaður í bræddum amerískum osti. Borinn fram með hunangs-sinneps dressingu.

World Famous Bacon Cheeseburger
Grillaður hamborgari með stökku beikoni, hjúpaður í bræddum amerískum osti. Borinn fram með hunangs-sinneps dressingu.

Var hann mjög góður, kjötbragð gott, beikonið frekar tíkarlegt, sósa mjög góð og auðvitað var bensín á kantinum.

 

Labbaði maður bara þokkalega sáttur út í hið iðandi mannlíf og gerðist þátttakandi í því.

Kexhostel

Kexhostel

Um sexleitið var ég mættur á Kexhostel á staðinn Sæmund í sparifötunum til að borða hamborgara úr kjöti frá Dodda á Hálsi.

Það sem ég pantaði mér var eftirfarandi:

Grænertusúpa með mintublöðum og sýrðum rjóma

Vel kryddaður „frelsis“
Vel kryddaður frelsishamborgari með ísbúa, steikt lauk mæjó, grænmeti og Sæma chips.
Kjötið kemur frá Dodda á Hálsi og er af grasétandi og frjálsum tuddum.

Volgur rabbabara mulningur og vanilluís.

Þá segir afgreiðslustúlkan mér að hún komi með allt á borðið samtímis, ég horfi á hana smástund og segi, nei ég vill fá einn og einn rétt í einu og í þeirri röð sem ég pantaði þá, pantaði bensín, borgaði og settist við eitt borðið.

Grænertusúpa með mintublöðum og sýrðum rjóma

Grænertusúpa með mintublöðum og sýrðum rjóma

Svo kom súpan og brauð og var virkilega gaman að borða grænertusúpu, því þær eru nú ekki oft á boðstólunum og hún var mjög góð.

Vel kryddaður „frelsis“ Vel kryddaður frelsishamborgari með ísbúa, steikt lauk mæjó, grænmeti og Sæma chips. Kjötið kemur frá Dodda á Hálsi og er af grasétandi og frjálsum tuddum.

Vel kryddaður „frelsis“
Vel kryddaður frelsishamborgari með ísbúa, steikt lauk mæjó, grænmeti og Sæma chips.
Kjötið kemur frá Dodda á Hálsi og er af grasétandi og frjálsum tuddum.

Svo kom hamborgarinn, alveg svakalega mikið kryddaður, en það er mikill munur á vel kryddaður og of kryddaður og var þetta eiginlega móðgun við fagmanninn Dodda á Hálsi sem leggur mikið á sig til að vera með góða vöru og bragðmikla, en fagmaðurinn í eldhúsinu er ekkert að pæla í því, þó svo hann mæri kjötið á matseðlinum, kartöflurnar voru góðar.

Volgur rabbabara mulningur og vanilluís

Volgur rabbabara mulningur og vanilluís

Það fór ansi lítið fyrir mulninginum frekar eins og ristað morgunkorn á rabbabaragraut og nánast bragðlaus vanilluís.

Þjónustan hefur dalað frá fyrri heimsóknum og að staffið sitji við barinn við hliðina á gestum og matist eða að kokkurinn hendir yfir sig leðurjakka til að hylja einn drullulegasta kokkagalla sem ég hef séð sennilega að fara út að reykja og hinn kokkurinn stanslaust með gsm símann á öxlinni, það er engin furða að þessir aðilar geti ekki gert boðlegan mat, því að þeir eru uppteknir af einhverju öðru.

Síðan lá leiðin í Hörpuna í Eldborgarsalinn og þar voru engar feilnótur slegnar, enn og aftur sýndu tónlistarmenn okkur hversu þeir eru megnugir er þeir fá alvöru sal til að koma fram í, þetta var algjör geggjun ég hef aldrei heyrt eins mikinn fögnuð eins og í lokinn á tónleikunum.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið