Keppni
Keppnisfyrirkomulag og fleira á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013
Keppnin Matreiðslumaður ársins 2013 verður haldin dagana 27.-29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK í Kópavogi. Hér að neðan er nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag:
Úrslit
Keppendur hafa 5 klukkutíma til undirbúnings og verða ræstir með 10 mínútna millibili.
Hráefni og uppsetning:
Eldaður er þriggja rétta matseðil fyrir 8 manns sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum:
Forréttur:
Bleikja frá Samherja, hnúðkál og lynghænuegg
Aðalréttur:
Nautaframhryggur og kinn og gulrófur
Eftirréttur:
Rifsber og rjómi
Uppgefið hráefni á að vera ríkjandi í réttunum.
Stuðst er við WACS reglur.
Vægi dóma:
Forvinnsla og hreinlæti: max 10 stig
Fagleg vinnubrögð: max 20 stig
Samsetning og framsetning: max 30 stig
Bragð: max 40 stig
Áhöld og tæki:
Eldhúsin verða án smááhalda svo keppendur þurfa að koma með öll áhöld með sér.
Í eldhúsum eru ofnar, tveggja hellu rafmagnseldavél, 2 gasstútar og kælir.
Diskar:
Eru á staðnum, ekki leyfilegt að nota aðra diska
Aðstoðarmenn:
Keppendum er heimilt að hafa aðstoðarmann 23 ára og yngri, en þó ekki útskrifaðan matreiðslumann.
Dómarar:
5 dómarar dæma blind í blindsmakki. Samkvæmt WACS reglum verður að lágmarki einn dómari að vera með WACS réttindi.
Auk tveggja eldhúsdómara.
Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem eru svartar buxur, hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.
Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á íslensku og ensku á tölvutæku formi á skráningar netfangið og 5 ómerktum eintökum, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs matreislumeistara.
Verðlaunaahafhending:
Verður á Hilton sunnudaginn 28. september frá kl. 19 til 21 þar sem boðið verður uppá léttar veitingar, drykki sem hæfa kokkum, góða tónlist og frábæran félagsskap. Partýið er opið öllum og hvetjum við keppendur til að láta vita af því. Keppendum er skylt að mæta hvort sem þeir komast áfram eða ekki og í snyrtilegum einkennisklæðnaði.
Fréttatilkynning frá nefnd KM vegna keppninnar Matreiðslumann ársins 2013.
Mynd: Matthías
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný