Markaðurinn
Katla Þórudóttir öðlaðist ómetanlega reynslu á Michelin-veitingastaðnum Aure
Katla Þórudóttir nemi í matreiðslu fór nýverið í starfsnám á danska veitingastaðnum Aure í Kaupmannahöfn.
Aure er staðsett á Holmen í glæsilegu og sögufrægu húsi og er stýrt af Nicky Arentsen og Emma Nørbygaard.
Á matseðlinum er lögð áhersla á þrjá grunnþætti: „hafið, jörðina og skóginn“, sjávarfang, grænmeti og villibragð sem saman mynda heilsteypta upplifun. Staðurinn fékk Michelin stjörnu stuttu eftir opnun árið 2024 og aftur á árinu 2025.
„Mig langaði að læra meira og bæta mig sem matreiðslumaður. Ég vildi öðlast nýja reynslu, kynnast öðru vinnuumhverfi og sjá hvernig unnið er í eldhúsum erlendis til að víkka sjóndeildarhring minn og þroskast í faginu,“
segir Katla um það af hverju hún ákvað að fara út í starfsnám.
Fékk að taka þátt í öllu
Katla var í starfsnáminu í tvo mánuði og segir móttökurnar hafa verið góðar. Í raun hafi ekki verið komið neitt öðruvísi fram við hana en hvern annan starfsmann.
„Ég fékk að taka þátt í öllu sem tengdist eldhúsinu og fann fyrir mikilli virðingu og trausti frá teyminu.“
Ógleymanleg og mótandi reynsla
Hún er þakklát reynslunni og segir hana ógleymanlega og mjög áhrifaríka.
„Ég fékk að elda fyrir fullt af flottu fólki og kynntist mörgu metnaðarfullu og hæfileikaríku fagfólki. Ég myndaði tengsl sem gætu hjálpað mér í framtíðinni og lærði bæði nýjar aðferðir og ný kerfi í eldhúsinu,“
segir Katla og segir sig betri fagmann í dag vegna starfsnámsins og að hún búi yfir meiri sjálfsaga en áður.
„Ég lærði ótrúlega margt og tel mig vera mun sterkari og sjálfstæðari kokk í dag en áður en ég fór út. Ég varð skipulagðari, fljótari í vinnubrögðum og lærði að takast á við áskoranir af meiri ró og öryggi.“
Gefur margfalt til baka
Hún ráðleggur þeim nemum sem eru tilbúnir að leggja sig fram af alefli að fara í Erasmus námsmannaskipti.
„Ég myndi segja að þetta sé frábært tækifæri fyrir þá sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir faginu.
Það er mikilvægt að vera tilbúinn að leggja sig 100% fram og vera opin/n fyrir nýrri reynslu. Ef maður sýnir áhuga og vilja til að læra, fær maður margfalt til baka,“
segir Katla sem er núna á námssamning hjá Þráni Frey Vigfússyni matreiðslumeistara á ÓX.
Mynd: idan.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Bocuse d´Or13 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni18 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






