Markaðurinn
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi er sannkallaður hátíðarmatur og hentar fullkomlega fyrir jól og áramót. Hérna færum við ykkur uppskrift að hátíðarveislu sem mun án efa hitta í mark hjá stórfjölskyldunni.
Uppskriftin dugar fyrir 6-8 manns.
Kalkúnn
Kalkúnaskip með salvíusmjöri frá Reykjabúinu, 1 stk
- Bakið við 180°C í 45 mínútur fyrir hvert kíló. Ef Skinnið fer að brúnast of mikið er gott að setja álpappír yfir.
Sveppasósa
rjómi frá Gott í matinn, 1 l
sveppir, 300 g
sveppateningur, 1,5-2 stk.
hvítlaukur, 2 rif
timian ferskt, 5 g
hvítvín, 240 ml
skalottlaukur, 80 g
sósujafnari, eftir þörfum
- Sneiðið sveppi, saxið skalottlauk og hvítlauk, tínið timianlauf frá stilkunum og saxið smátt.
- Bræðið smjörklípu á pönnu og steikið sveppi við miðlungshita þar til þeir eru fulleldaðir og farnir að taka smá lit. Bætið söxuðum skalottlauk út á pönnuna ásamt timian og steikið þar til laukurinn mýkist. Bætið hvítlauk út á pönnuna og steikið þar til hann fer að ilma.
- Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður um helming. Bætið rjóma og 1,5 sveppatening út á pönnuna og látið malla rólega í 10 mín eða svo. Smakkið til með meiri sveppakrafti ef þarf. Notið sósujafnara eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar.
Silkimjúk sætkartöflumús
sætar kartöflur, 1,5 kg
smjör, 60 g
hlynsíróp, 0,6 dl
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn, 80 g
rjómi frá Gott í matinn eftir þörfum
- Skrælið sætar kartöflur, skerið í bita og setjið í pott með vatni og svolitlu salti. Náið upp suðu, lækkið svo hitann aðeins svo það kraumi hæfilega í vatninu. Sjóðið kartöflurnar í 20-30 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
- Hellið úr pottinum í sigti og leyfið kartöflunum að gufa í um 10 mín í sigtinu.
- Setjið kartöflurnar í aftur í pottinn ásamt rjómaosti, smjöri og hlynsírópi. Notið handþeytara til þess að mauka kartöflurnar og bætið við rjóma þar til áferðin er orðin silkimjúk. Smakkið til með salti og smá pipar.
Ekta Amerískt stuffing með beikoni
súrdeigsbrauð í sneiðum, 500 g / skorið í bita
beikon, 70 g
smjör, 225 g
kjúklingasoð, 600 ml
laukur, 1 stk. / skorinn í litla bita
sellerí, 2 stilkar / skornir í litla bita
hvítlaukur, 5 rif / söxuð
rósmarín, 3 tsk. / saxað
salvía, 3 msk. / söxuð
steinselja, 3 msk. / söxuð
egg, 2 stk.
- Skerið súrdeigssneiðarnar í bitastærðir og bakið við 140° í 15-20 mín eða þar til bitarnir eru orðnir nokkuð ristaðir. Takið úr ofninum og geymið. Stillið ofninn á 180°C.
- Raðið beikoni á ofnplötu með bökunarpappír undir. Bakið í um 15 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Takið úr ofninum og skerið í bita.
- Bræðið smjörið í potti. Bætið lauk, hvítlauk og sellerí út í pottinn og látið malla þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið helmingnum af kjúklingasoðinu út í pottinn og látið malla í stutta stund.
- Pískið eggin samn við restina af soðinu.
- Setjið brauðteningana í hæfilega stórt eldfast mót ásamt beikoninu og hellið smjörblöndunni yfir. Blandið vel saman.
- Hellið eggjablönduni yfir brauðblönduna og bætið söxuðu kryddjurtunum saman við. Blandið öllu vel saman svo brauðið drekki í sig vökvann. Smakkið til með salti og pipar.
- Bakið við 180°C í um 50-60 mín. Setjið álppapír yfir eldfasta mótið ef toppurinn byrjar að brúnast of mikið.
- Saxið að lokum svolítið af kryddjurtum aukalega og stráið yfir stuffing‘ið þegar það kemur úr ofninum.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt23 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur