Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffi Rauðka og Hannes boy opna aftur eftir vetrardvala
Veitingastaðirnir Kaffi Rauðka og Hannes boy á Siglufirði opna í dag en þeir hafa verið lokaðir yfir síðastliðinn vetur.
Helgi Svavar Helgason er nýr rekstraraðili sem ætlar að bjóða upp á eldbakaðar pizzur á Kaffi Rauðku. Á matseðli í tilefni opnunarhelgi er boðið upp á 6 tegundir af pizzum:
1. Tómatar – Mozarella
2. Mascarpone, kartöflur og rósmarin.
3. Salami, döðlur, tómatar og mozarella.
4. Ansjósur, capers og lauk.
5. Parmaskinka, rucola, parmesan, tómatar og mozarella.
6. Gústi ræður (surprise pizza frá Gústa bakara).
Allar pizzur eru á 2.450 kr. nema margherita er á 1.900 kr.
Hannes Boy er með breyttu sniði, í stað þess að bjóða upp á forrétti, aðalrétti osfr., þá er í boði kúluís, bananasplit, vöfflur, heitt súkkulaði, espresso kaffi og fleira.
Opnunartími er frá klukkan 12:00 til 20:00.
Mynd: facebook / Kaffi Rauðka
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






