Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Kærir fyrrverandi stjórn Lifandi markaðar fyrir fjársvik

Birting:

þann

Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður í Borgartúni

Heildsalan Innnes ehf. hefur kært fyrrverandi stjórnendur Lifandi markaðar fyrir fjársvik og blekkingar. Í kæru kemur fram að Lifandi markaður hafi lagt inn pantanir hjá Innnesi eftir að fyrirtækið hafði óskað eftir gjaldþrotaskiptum, en frá kærunni er greint í Fréttablaðinu í gær.

Þáverandi stjórnendur Lifandi markaðar óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum 26. júní síðastliðinn og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí. Í millitíðinni samdi fyrirtækið við Innnes um greiðslur á eldri skuldum og frekari pantanir.

Þeir voru í skuld við okkur og þess vegna var viðskiptareikningur þeirra lokaður

, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf. í samtali við Fréttablaðið.  Fyrirtækið hafi hins vegar lofað því að fyrirgreiðsla væri væntanleg og eldri skuld yrði greidd niður á næstu þremur vikum. Því hafi pantanirnar verið afgreiddar.

Verðbréfafyrirtækið Virðing var eigandi Lifandi markaðar.

Við töldum að þau væru það vönd að virðingu sinni að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því. Svo heyrðum við síðar að fyrirtækið hefði verið úrskurðað gjaldþrota

, segir Magnús Óli. Ákvörðun um að kæra fyrirtækið til lögreglu snúist ekki einvörðungu um peninga.

Ef við værum að sækjast eftir peningunum einum og sér þá gætum við gert bótakröfu beint á stjórnendur en það er ekki það sem vakir fyrir okkur. Þetta snýst um heiðarleika.

Lifandi markaður átti í viðskiptum við fjölda smærri birgja sem áttu mikið undir viðskiptunum.

Auglýsingapláss

Karen Emilía Jónsdóttir, eigandi Kaja organic ehf., segir fyrirtækið hafa pantað hjá henni 7. júlí síðastliðinn, þremur dögum eftir að það var úrskurðað gjaldþrota.

Þetta er stór skellur fyrir lítið fyrirtæki sem er rétt að byrja

, segir hún. Samanlögð skuld Lifandi markaðar við Kaja organic nemur um 900 þúsund krónum. Hún og aðrir minni birgjar eru að skoða réttarstöðu sína.

Við vinnslu fréttarinnar náðist aðeins í tvo stjórnarmenn Lifandi markaðar af þeim þremur sem kærðir eru. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

 

Greint frá í Fréttablaðinu.

Mynd: Smári

Auglýsingapláss

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið