Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólahlaðborð veitingastaða 2005
Desember er tími ofgnóttar í mat, drykk, samveru og kærleika. Hvarvetna má skjóta sér inn úr kuldanum og setjast að veisluborði í veitingahúsum landsins. Hér gefur að líta sýnishorn af aðeins fáeinum valkostum þegar kemur að jólahlaðborðum þetta árið.
PERLAN
www.perlan.is
Matseðill:
www.perlan.is/pages/islenska/matsedlar/jol-hladbord.php
Hvað er í boði:
Stærsta og mesta úrval hefðbundinna, íslenskra jólarétta; yfir áttatíu réttir á boðstólum. Sérstaða borðsins eru dádýr og hreindýr meðal aðalrétta.
Verð:
4.950 krónur á mánudögum og þriðjudögum, en 5.950 aðra daga. Frítt fyrir börn undir sex ára aldri, en 3.500 krónur fyrir sex til tólf ára.
Stemning:
Líflegir starfsmannahópar um helgar. Fjölskyldur og einstaklingar að gera sér dagamun á virkum dögum. Perlan snýst einn hring á tveimur tímum.
Í boði fyrir börnin:
Ekkert barnahorn en haft ofan af fyrir börnum með litabókum og litum. Sunnudagar eru einkar vinsælir hjá barnafjölskyldum.
Skemmtiatriði:
Lifandi dinnertónlist á föstudags- og laugardagskvöldum.
SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUM
www.skidaskali.is
Matseðill:
www.skidaskali.is/Jolahladbord.html
Hvað er í boði:
Hefðbundið íslenskt jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags.
Verð:
Fimmtudagar krónur 4.990, föstudagar og laugardagar krónur 6.400 og sunnudagar krónur 4.500. Frítt fyrir börn til tólf ára.
Stemning:
Hátíðleg stemning sem felst ekki síst í umhverfinu og staðnum sjálfum enda jólalegur skíðaskáli í fögrum fjallasal. Starfsmannahópar og vinaklúbbar í meirihluta um helgar, fjölskyldur á sunnudögum og minni hópar og einstaklingar á fimmtudagskvöldum.
Skemmtiatriði:
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson syngja jólalög á fimmtudagskvöldum; hljómsveitin Sælusveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld, en áður býður Ólafur Benedikt Ólafsson gesti velkomna með harmóníkuleik og söng yfir borðum. Rútuferðir fram og til baka innifaldar í verði á föstudags- og laugardagskvöldum.
ARGENTÍNA STEIKHÚS
www.argentina.is
Matseðill:
www.argentina.is/template21086.asp?pageid=4479
Hvað er í boði:
Amerísk kalkúnaveisla þar sem heill kalkúnn er aðalaðdráttaraflið, auk dýrindis kalkúnarétta, lambafillets, en hvorki hangikjöt né hamborgarhryggur á borðum. Fyrir fólk sem leitar í jólaveislu með amerísku sniði, enda gömul hefð á Argentínu þótt breytilegir réttir séu frá ári til árs.
Verð:
Krónur 4.900 sunnudaga til miðvikudags. Krónur 5.700 fimmtudaga til laugardags. Ókeypis fyrir börn upp að sex ára aldri. Krónur 1.800 fyrir börn frá sex til tólf ára.
Stemning:
Lífleg um helgar þegar starfsmenn minni fyrirtækja gera sér glaðan dag á rótgrónu, litlu og yndislegu veitingahúsi. Fjölskyldur í meirihluta á fimmtudögum og sunnudögum.
Í boði fyrir börnin:
Ekkert barnahorn, en börn innilega velkomin.
Skemmtiatriði:
Engin.
HÓTEL VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUM
www.hotelvalholl.is
Matseðill
www.hotelvalholl.is/?c=webpage&id=7
Hvað er í boði:
Íslenskt og þjóðlegt og vel útilátið jólahlaðborð frá fimmtudegi til sunnudags. Hádegishlaðborð á sunnudögum.
Verð:
Krónur 4.900 í hádeginu á sunnudögum, annars 6.200 krónur. Krónur 1.850 fyrir börn frá fjögurra til tólf ára.
Stemning:
Róleg, rómantísk og afslöppuð. Þjóðlegur hátíðleiki í bland við fagurt og nýuppgert hótel sem skín af glæsileika. Kerti og luktir lýsa upp umhverfið og áhersla á þjóðgarðinn, hátíðleik og fagra upplifun. Í boði er sérstakur gistipakki fyrir tvo, þar sem jólahlaðborð og morgunmatur er innifalinn.
Í boði fyrir börnin:
Notalegt sjónvarpshorn með barnaefni, litabækur og fögur náttúra með snjókasti og vetrarfjöri utandyra.
Skemmtiatriði:
Védís Hervör Árnadóttir syngur jólalög við undirleik Valdimars Kristjánssonar um helgar.
VOX
www.voxrestaurant.com
Matseðill:
www.voxrestaurant.com/menu.php?menu=4&lang=is
Hvað er í boði:
Hægt er að mæta í hlaðborð með jólaívafi í hádeginu. Þar eru hinir hefðbundnu smáréttir í boði auk svínakjötsins vinsæla. Þar að auki gefst gestum færi á að smakka fleiri eftirrétti en gengur og gerist á venjulegum hlaðborðum. Hins vegar er hægt að fá sér af svokölluðum jólaseðli þar sem herlegheitin hefjast með úrvali smárétta, öli og snafsi. Í forrétt er boðið upp á steiktan humar í kardimommukrydduðu gulrótarkremi. Í aðalrétt er hægt að velja á milli unggríss og villiandar en í eftirrétt er rjómarönd og jólaglögg. Þá má ekki gleyma jóla-brunchi í hádeginu á sunnudögum þar sem gestir geta mætt með börnin sín, gefið þeim að borða og komið þeim síðan í umsjá tveggja leiklistarnema ef þeir vilja fá ró og næði.
Verð:
Hlaðborðið kostar 3.250 krónur en jólaseðillinn er á 6.500 krónur en hægt er að bæta 3.500 krónum við og fá sérvalin vín með.
Stemning:
Vox býður hópa velkomna til sín og getur útbúið fasta matseðla sem bornir eru fram í fyrirfram pöntuðum sal. Veitingastaðurinn þykir nokkuð hlýlegur og hentar vel fyrir pör sem vilja gera sér dagamun.
Í boði fyrir börnin:
Enginn sérstakur matseðill er í boði fyrir börnin en hins vegar er hægt að einfalda allt á matseðlinum þegar þau eru með í för. Leiklistarnemarnir hafa vakið mikla kátínu meðal barnanna á sunnudögum. Skemmtun: Það er lifandi tónlist á barnum, fimmtudaga til sunnudaga.
Á NÆSTU GRÖSUM
www.anaestugrosum.is
Matseðill:
www.anaestugrosum.is/matsedill.asp
Hvað er í boði:
Árleg friðarmáltíð, ígildi jólahlaðborðs, helgina 9. til 11. desember. Hnetusteik er í aðalhlutverki með úrvali meðlætis. Tíu ára gömul hefð þar sem gestakokkur er Spessi ljósmyndari.
Verð:
Krónur 2.200
Stemning:
Gríðarleg stemning og hátíðleiki.
Í boði fyrir börnin:
Barnapitsur.
Skemmtun:
Blús og djass fyrir matargesti, auk ljóðaupplesturs Sigríðar Jónsdóttur á laugardagskvöldinu.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
www.veitingasalir.is
Matseðill
www.veitingasalir.is/jolahladbord
Hvað er í boði:
Ekta danskt jólahlaðborð Idu Davidsen, sem er frægasta smurbrauðsdama Danaveldis, og Marentzu Poulsen. Árviss hefð í þrettán ár, sem byrjaði á Hótel Borg. Í boði alla daga vikunnar.
Verð:
Í hádeginu alla daga krónur 3.000; krónur 4.500 mánudags- til fimmtudagskvölds, og krónur 4.800 föstudags- og laugardagskvöld. Frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Hálft gjald fyrir börn sex til tólf ára.
Stemning:
Danskur jólahátíðleiki svífur yfir vötnunum, enda Danir kunnir fyrir að dekra við sig í desember. Ida Davidsen kemur sjálf til landsins til að setja upp jólahlaðborðið, sem er ómissandi viðburður fyrir marga að verða vitni að.
Skemmtun:
Helga Möller og Magnús Kjartansson sjá um fagra jólatónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. Sunnudagana 11. og 18. desember endar hádegishlaðborðið á dansi í kringum jólatré þar sem gjöfum til barna er úthlutað.
Greint frá á visir.is
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður