Vertu memm

Markaðurinn

Ísöld aftur?

Birting:

þann

ÍSAM - Fabbri

Töluverður fjöldi af áhugasömum bæði núverandi og væntanlegum ísgerðamönnum var samkominn á þessa kynningu hjá ÍSAM.

Ísöld að renna upp eða er hún bara rétt hinumegin við hornið? Það er alveg ljóst að við íslendingar erum ísþjóð. Við tölum um ís, við elskum ís og við borðum mikið af ís. En einnig lögum við mikið af góðum ís.

Ís er eitthvað sem allir hafa skoðun á. Við tökum ísrúnt með börnum eða okkar heittelskaða maka. Við ræðum um ís og ísbari af ótrúlegum hita og innlifun. Flestir vita hvar besta ísinn er að finna ef ekki í hverfinu þá á landinu. Hér eins og endranær eru ekki allir sammála og það bara gott.

Ég hef ekki fyrirhitt margar aðrar þjóðir sem standa í röð skjálfandi úti í norðan kuldanepju og bíða eftir að kaupa ís.

Gott moldarbragð?

Reyndar má færa það til bókar og okkur til afsökunar að veður hafa farið nokkuð hlýnandi hér á norðurhvelinu. Það er langt frá því að það sé sama hvernig ís er í boði. Við mörlandar erum orðinn ansi vandlát á ísinn. Þar að auki erum við bæði nýjungagjörn og kröfuhörð á gæði.

Já við erum sérstök og við erum stolt yfir því. Bragð og gæði skiptir máli og við skulum halda í það þó að í grunninn séum við kotungaþjóð alin upp með moldarbragð í munninum. Þessi ísáhugi kemur ekkert á óvart en hann er samt tiltölulega nýr.

ÍSAM - Fabbri

Löng saga og menning

Rjómaís á sér mjög langa, áhugaverða og skemmtilega sögu. Sögu sem spannar meira eða minna alla þróunarsögu mannsins. Fyrstu skráðu heimildirnar um rjómaís er að finna frá miðri 16. öld. Þá fóru menn að skrá uppskriftir og aðferðir við matreiðslu. Sagan nær samt mun lengra til baka.

Saga, gæði, menning og reynsla eru atriði sem skipta máli og er yfirleitt haldbær mælikvarði á gæði vörur sem hefur staðist tímans tönn. Þetta voru ástæðurnar fyrir því að ég ákvað að skella mér á ískynningu frá Fabbri sem ÍSAM var með um daginn.

ÍSAM - Fabbri

Flottir ítalskir strákar

Eggert Jónsson bakari hjá ÍSAM hafði verið í sambandi við mig og sagt mér að þeir hjá ÍSAM væru að fá hingað til lands virkilega klára stráka frá einu flottasta fyrirtæki Ítalíu á sviði ísgerðar Frabbi. Hvort ég hefði ekki áhuga á að kíkja?

ÍSAM - Fabbri

Ég lét ekki segja mér það tvisvar enda heyrt að Eggert og ÍSAM hafi lagt mikið upp úr því að verða sér út um góða þekkingu á ísgerð og efnum til ísgerðar. Höfðu sett stefnuna á að vera framúrskarandi góðir á því sviði. Þetta yrði bara áhugavert.

ÍSAM - Fabbri

Fabbri

Fabbri er eitt af þessum fyrirtækjum þar sem áhugi á eigin sögu og því sem vel hefur verið gert er mikill og haldið til haga. Stolt yfir sinni reynslu og menningu skín hvarvetna í gegn hjá þeim.

Fyrirtækið var stofnað 1905 í Portomaggiore í Ferrara þegar Gennaro Fabbri og synir hans tveir keyptu gamlan vínkjallara og byrjuðu að versla með ávexti frá bændum í nærsveitum.

Í upphafi samanstóð framleiðslan að ávaxta sýrópi, niðursoðnum ávöxtum og líkum afurðum. Það sem sló eiginlega fyrst í gegn var kaffihúsið sem þeir opnuðu. Kaffihús sem var opið allan sólahringinn, það var nýjung þá. Þar var meðal annars seldur gelato eða ítalskur rjómaís með tilþrifum.

Kaffihúsið varð fljótlega vinsælt og einn helsti samkomustaður bæjarins þar sem mismunandi kynslóðir, starfstéttir og einstaklingar í ólíkum þrepum þjóðfélagsstigans hittust. Slíkt hafði ekki verið mögulegt áður.

ÍSAM - Fabbri

Vankunnátta í ísgerð

Ég skal viðurkenna mína vankunnáttu í ísgerð en þessi Fabbri kynning vakti áhuga minn, því úrvalið á vörum frá þeim er aðdáunarvert.

Það sem Fabbri var að bjóða uppá hér og kynna eru bragðefni fyrir rjóma / mjólk / jógúrt ís, „sorbet, semifreddos, granitas“, ávaxtasósur, súkkulaðisósur, kremum (Ganache), sultur og annað fyrir áfenga drykki, svo ég telji eitthvað upp.

Mikill áhugi og stuðningur

Töluverður fjöldi af áhugasömum bæði núverandi og væntanlegum ísgerðamönnum var samkominn á þessa kynningu hjá ÍSAM.

Sjálfur þekkti ég fáa enda maður einstaklega ómannglöggur. En það sem ég sá og heyrði hjá þátttakendum var að hér voru gæðavörur á ferð. Margir voru nú þegar að nota þær en þarna var einnig margt nýtt og áhugavert.

Standa sig vel!

Ég ræddi aðeins við Eggert Jónsson hjá ÍSAM og hann benti á að hlutir hafi breyst feikilega undanfarin ár. Það skiptir miklu máli að hafa góða vörur áfram en það sem neytendur eru virkilega horfa á allt meir og meir er góður og „massífur“ stuðning frá framleiðendum og söluaðilum. Heimurinn er orðinn minni.

það væri óhætt að segja að Fabbri standi sig vel þar. Þeir eru með aðgengilegar heimasíður sem eru flottar og upplýsandi. Þar er að finna mikið af hugmyndum, uppskriftum og öðru sem skiptir máli til að ná góðum árangri.

Mikill þekking til staðar hjá ÍSAM

Eggert tjáði mér einni að þeir hjá ÍSAM hefðu verið að leggja mikla áherslu á að byggja upp góðan þekkingargrunn á þessu sviði. Þessi kynning væri meðal annars einn liðurinn í því.

„Einnig það“ benti hann á „að það væri ekki nóg að vera með bestu fáanlegu ísgerðar efnin á markaðinum heldur þyrfti að vera til staðar góð og haldbær þekking heimafyrir“ og þar væru þeir mjög framalega vildi hann meina.

Stuðningur og fræðsla til neytenda auk gæða vöru og stanslausrar vöruþróunar skiptir Fabbri máli. Það að vera lifandi á samfélagsmiðlunum eins og á Facebook og Instagram er núið. Þetta og vekur traust og áhuga.

Lifið heil.

 

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið