Kokkalandsliðið
Íslenskum matvælum vel tekið í Sviss | Gunnar Karl matreiddi lambakjöt, þorsk og lax og bauð gestum að smakka
Íslenskur fiskur, lambakjöt og skyr voru megin uppistaða þess íslenska hráefnis sem kynnt var á IGEHO sýningunni í Basel í Sviss í nóvember s.l.
Þetta er í fyrsta sinn sem matvæli frá Íslandi eru kynnt á sýningunni en markmiðið var að sýna fram á sérstöðu Íslands sem framleiðanda á úrvalshráefni. Fjöldi fólks heimsótti íslenska þjóðarbásinn alla fimm dagana sem sýningin stóð yfir og sýndu þeir íslenska matnum mikinn áhuga.
Matreiðslumaðurinn Gunnar Karl Gíslason matreiddi lambakjöt, þorsk og lax og bauð gestum að smakka, sem lýstu yfir mikilli ánægju með það sem í boði var. Þátttakendur á íslenska sýningarsvæðinu auk Íslandsstofu voru: Ice-co, Kjarnafæði, SAH afurðir, MS og Iceland Responsible Fisheries. IGEHO er alþjóðleg sýning þar sem finna má allt sem viðkemur rekstri hótela og veitingahúsa og sækja hana að jafnaði um 75.000 gestir hverju sinni, en sýningin er haldin annað hvert ár.
Samhliða sýningarinnar var keppnin Salon Culinaire Mondial haldin, en þessi keppni er liður í heimsmeistarakeppni kokkalandsliða sem haldin verður í Luxembourg í nóvember 2014 þar sem Íslenska Kokkalandsliðið kemur til með að keppa. Nokkrir meðlimir í Kokkalandsliðinu voru á Igeho sýningunni að sjá og spekulera hvað hin liðin eru að gera.
Fleiri myndir frá sýningunni er hægt að skoða á vef Íslandsstofunnar með því að smella hér.
Mynd: Íslandsstofa
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






