Keppni
Íslenskir fagmenn keppa um Norðurlandameistaratitil í matreiðslu og þjónustu
Íslenskir kokkar eiga tvo keppendur í norðurlandakeppninni Nordic Chef Of The Year í Herning í Danmörku 20. mars næstkomandi, samhliða keppninni keppir framreiðslumaður í Nordic Waiter Of The Year.
Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppir í Nordic Chef, í Nordic Chef Junior keppir Hinrik Lárusson frá Grillinu.
Í framreiðslu er það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppir fyrir Íslands hönd.
Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar er Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari Hinriks er Sigurður Laufdal. Thelma Björk Hlynsdóttir þjálfar Lúðvík og dæmir jafnframt í framreiðslukeppninni.
Keppendur mæta vel undirbúnir til keppninnar og hafa æft vikum og mánuðum saman fyrir stóru stundina.
Það er klúbbur matreiðslumeistara sem sendir þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu, keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir.
Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.
Með í för eru Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Hafliði Halldórsson matreiðslumaður er fararstjóri og Bjarni Gunnar Kristinsson er í eftirlitsnefnd með keppninni „Culinary Committie“ en hann kemur til með að sjá um Snapchat aðgang veitingageirans.
Gabríel Kristinn Bjarnason tekur þátt í norrænu ungliðastarfi og Ingimundur Elí nemi á Sumac er aðstoðarmaður við keppendur.
Mikið magn af tækjum og áhöldum sem fylgja keppendum en 2 bretti af búnaði var sent út til Danmörku fyrir nokkrum dögum síðan og í morgun var flogið til Herning með 150 kg af dóti í handfarangri.
Myndir: aðsendar / Chef.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024