Vertu memm

Frétt

Íslenskar agúrkur seljast vel í gegnum netverslunina nemlig.com í Danmörku

Birting:

þann

Netverslunin nemlig.com

Mynd: nemlig.com

Eins og greint var frá í Bændablaðinu fyrir nokkru sendi Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) nokkur bretti af agúrkum til Danmerkur.

Gúrkurnar voru seldar í gegnum netverslunina nemlig.com.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG, segir í samtali við Bændablaðið að salan á gúrkunum hafi gengið vonum framar.

„Önnur sending af íslenskum gúrkum er komin í sölu hjá nemlig og ekki ástæða til annars en að fleiri fylgi í kjölfarið.“

Agúrkur

Íslenskar gúrkur.
Mynd: islenskt.is

Fyrirtækið hefur einnig sýnt áhuga á að selja annars konar matvæli en grænmeti frá Íslandi, eins og kjöt og fisk, og ekki annað að skilja en að Danirnir séu mjög opnir fyrir áframhaldandi viðskiptum.

Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.

Greint frá í Bændablaðinu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið