Frétt
Íslenskar agúrkur seljast vel í gegnum netverslunina nemlig.com í Danmörku
Eins og greint var frá í Bændablaðinu fyrir nokkru sendi Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) nokkur bretti af agúrkum til Danmerkur.
Gúrkurnar voru seldar í gegnum netverslunina nemlig.com.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG, segir í samtali við Bændablaðið að salan á gúrkunum hafi gengið vonum framar.
„Önnur sending af íslenskum gúrkum er komin í sölu hjá nemlig og ekki ástæða til annars en að fleiri fylgi í kjölfarið.“
Fyrirtækið hefur einnig sýnt áhuga á að selja annars konar matvæli en grænmeti frá Íslandi, eins og kjöt og fisk, og ekki annað að skilja en að Danirnir séu mjög opnir fyrir áframhaldandi viðskiptum.
Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Greint frá í Bændablaðinu.
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa







