Frétt
Íslensk matvæli í öndvegi í Laugardalshöll
Stórsýning á íslenskum mat, landbúnaðartækjum, landbúnaðarvörum, heimilisiðnaði, byggingum og miklu fleiru verður í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á úti- og innisvæði.
„Við munum meðal annars leggja áherslu á ferskleika íslenskra landbúnaðarafurða og þá mikilvægu staðreynd að við búum hér í hreinu landi sem þykir orðið æ eftirsóknarverðara í menguðum heimi. Verðum bæði með mjókurafurðir, grænmeti og kjötafurðir á innisvæði og svo öflugt grill með íslensku lambi á útisvæði.“
Sýningin ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 verður opin á föstudag 12. okt. 13.00-19.00, á laugardag 13. okt. 10.00-18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00-17.00. Miðar gilda alla helgina og verð aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri