Frétt
Íslensk matvæli í öndvegi í Laugardalshöll
Stórsýning á íslenskum mat, landbúnaðartækjum, landbúnaðarvörum, heimilisiðnaði, byggingum og miklu fleiru verður í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á úti- og innisvæði.
„Við munum meðal annars leggja áherslu á ferskleika íslenskra landbúnaðarafurða og þá mikilvægu staðreynd að við búum hér í hreinu landi sem þykir orðið æ eftirsóknarverðara í menguðum heimi. Verðum bæði með mjókurafurðir, grænmeti og kjötafurðir á innisvæði og svo öflugt grill með íslensku lambi á útisvæði.“
Sýningin ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 verður opin á föstudag 12. okt. 13.00-19.00, á laugardag 13. okt. 10.00-18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00-17.00. Miðar gilda alla helgina og verð aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







