Frétt
Íslensk matvæli í öndvegi í Laugardalshöll
Stórsýning á íslenskum mat, landbúnaðartækjum, landbúnaðarvörum, heimilisiðnaði, byggingum og miklu fleiru verður í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á úti- og innisvæði.
„Við munum meðal annars leggja áherslu á ferskleika íslenskra landbúnaðarafurða og þá mikilvægu staðreynd að við búum hér í hreinu landi sem þykir orðið æ eftirsóknarverðara í menguðum heimi. Verðum bæði með mjókurafurðir, grænmeti og kjötafurðir á innisvæði og svo öflugt grill með íslensku lambi á útisvæði.“
Sýningin ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 verður opin á föstudag 12. okt. 13.00-19.00, á laugardag 13. okt. 10.00-18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00-17.00. Miðar gilda alla helgina og verð aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís







