Frétt
Íslensk matvæli í öndvegi í Laugardalshöll
Stórsýning á íslenskum mat, landbúnaðartækjum, landbúnaðarvörum, heimilisiðnaði, byggingum og miklu fleiru verður í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á úti- og innisvæði.
„Við munum meðal annars leggja áherslu á ferskleika íslenskra landbúnaðarafurða og þá mikilvægu staðreynd að við búum hér í hreinu landi sem þykir orðið æ eftirsóknarverðara í menguðum heimi. Verðum bæði með mjókurafurðir, grænmeti og kjötafurðir á innisvæði og svo öflugt grill með íslensku lambi á útisvæði.“
Sýningin ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 verður opin á föstudag 12. okt. 13.00-19.00, á laugardag 13. okt. 10.00-18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00-17.00. Miðar gilda alla helgina og verð aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi