Food & fun
Íslendingar á meðal fremstu á Food & Fun hátíðinni í Finnlandi
Food & Fun hátíðin í Turku í Finnlandi var haldin í fjórða sinn dagana 27. september til 1. október s.l.
Íslensku keppendurnir á hátíðinni voru þeir Daníel Cochran Jónsson en hann var gestakokkur á grænmetisstaðnum Kuori, Leó Ólafsson barþjónn var gestabarþjónn á skandinavíska veitingastaðnum Marina Bar, Ivan Svanur Corvasce var gestabarþjónn á Tiirikkala og Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson var gestakokkur hjá Smör.
Hátíðin tókst frábærlega og átti dómnefndin erfitt með að tilnefna einn sigurvegara og ákváðu að velja í staðinn þrjá sigurvegara, en þeir voru:
Bestu kokkarnir:
- Daníel Cochran Jónsson
- Jesse Miller frá Bandaríkjunum
- Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
Bestu barþjónarnir:
- Ivan Svanur Corvasce
- Jani-Pekka Hiltunen frá Finnlandi
- Leó Ólafsson
Mynd: Food & Fun/Maria Kiraly
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF