Íslandsmót barþjóna
Íslandsmót barþjóna – Skráning hafin
Íslandsmót barþjóna (IBA) og Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni) verða haldin í Gamlabíói, undanúrslit fimmtudaginn 4. febrúar kl 19:00 og úrslitin sjálf sunnudaginn 7. febrúar kl 19:00.
Keppnin verður í tveimur hlutum.
Á Íslandsmóti barþjóna verður keppt í sparkling/freyðivínsdrykk (keppt eftir IBA reglum).
Jafnframt verður Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni), einstaklingskeppni í kokteilgerð þar sem besti drykkurinn verður valinn.
Íslandsmót barþjóna (IBA)
- Skráningarfrestur til 25. janúar 2016.
- Hverjum og einum keppanda verður úthlutað umboð af handahófi.
- Keppandi þarf að nota minnst eitt efnisinnihald frá því umboði.
- Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna í Tokyo í október.
- Hver einstaklingur má nota sex efnishluta, þar af samtals 7 cl. af áfengi.
Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (freestyle/vinnustaðakeppni)
- Skráningarfrestur til 1. febrúar 2016.
- Frjáls aðferð, infused, allur undirbúningur leyfður.
Skráðu þig til leiks á Íslandsmótið með því að smella hér. Allir hafa keppnisrétt.
Skil á uppskrift og greiðsla keppnisgjalds (8.000 kr) er 1. febrúar.
Keppnisgjald skal lagt inn á 0311 26 5000, kt 511297-3119 og kvittun send á [email protected].
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024