Íslandsmót barþjóna
Íslandsmót barþjóna – Skráning hafin
Íslandsmót barþjóna (IBA) og Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni) verða haldin í Gamlabíói, undanúrslit fimmtudaginn 4. febrúar kl 19:00 og úrslitin sjálf sunnudaginn 7. febrúar kl 19:00.
Keppnin verður í tveimur hlutum.
Á Íslandsmóti barþjóna verður keppt í sparkling/freyðivínsdrykk (keppt eftir IBA reglum).
Jafnframt verður Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni), einstaklingskeppni í kokteilgerð þar sem besti drykkurinn verður valinn.
Íslandsmót barþjóna (IBA)
- Skráningarfrestur til 25. janúar 2016.
- Hverjum og einum keppanda verður úthlutað umboð af handahófi.
- Keppandi þarf að nota minnst eitt efnisinnihald frá því umboði.
- Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna í Tokyo í október.
- Hver einstaklingur má nota sex efnishluta, þar af samtals 7 cl. af áfengi.
Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (freestyle/vinnustaðakeppni)
- Skráningarfrestur til 1. febrúar 2016.
- Frjáls aðferð, infused, allur undirbúningur leyfður.
Skráðu þig til leiks á Íslandsmótið með því að smella hér. Allir hafa keppnisrétt.
Skil á uppskrift og greiðsla keppnisgjalds (8.000 kr) er 1. febrúar.
Keppnisgjald skal lagt inn á 0311 26 5000, kt 511297-3119 og kvittun send á [email protected].
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






