Vertu memm

Keppni

Ísland sópar að sér verðlaunum á EM í súkkulaði

Birting:

þann

Omnom súkkulaði

Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári.

Omnom súkkulaði sópaði að sér verðlaunum á Evrópumóti í súkkulaðigerð í gær. Omnom hlaut 11 verðlaun, þar á meðal 5 gullverðlaun.

Gullverðlaunahafar Evrópumótsins fá þátttökurétt á alþjóðlegu súkkulaðihátíðinni sem fer fram seinna á árinu. Alþjóðlegu súkkulaðiverðlaunin eru mestu heiðursverðlaun sem súkkulaði getur hlotið.

Omnom súkkulaði

Lakkrís + Salt

Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári. Einnig vann eitt vinsælasta súkkulaði Omnom, Lakkrís + Salt til gullverðlauna sem og Milk of Madagascar. Öll þessi súkkulaði munu keppa til verðlauna seinna á árinu.

„Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði. Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki.“

segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður.

Omnom súkkulaði

Milk of Madagascar

Listi yfir verðlaun:

Mikrólögun – Hreint/ Unnið úr upprunabaun – mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun fyrir Milk of Madagascar

Bragðbætt hvítt súkkulaði
Gullverðlaun Lakkrís + Sea Salt
Silfurverðlaun fyrir Coffee + Milk

Viðbætt hvítt súkkulaði (t.d. hnetur, súkkulaði, karamella)
Gullverðlaun fyrir Black n’ Burnt Barley

Míkrólögun – Hreint/upprunabaun mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun: Súkkulaðiframleiðandi fyrir Milk of Madagascar
Gullverðlaun: Keypt beint af bónda Milk of Madagascar

Míkrólögun – Hreint/upprunaland dökkt súkkulaði
Silfurverðlaun fyrir Madagascar 66%
Silfurverðlaun fyrir Tanzania 70%

Hreint/upprunaland dökkt mjólkursúkkulaði (Sem inniheldur 50% kakó eða meira )
Bronsverðlaun fyrir Dark Milk of Tanzania
Bronsverðlaun fyrir Milk of Nicaragua

Viðbætt mjólkursúkkulaði (t.d hnetur, súkkulaði, karamella)
Bronsverðlaun fyrir Caramel + Milk

Omnom súkkulaði - Kjartan Gíslason

Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og einn af stofnendum Omnom súkkulaði

Myndir: Omnom Chocolate

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið