Keppni
Ísland sópar að sér verðlaunum á EM í súkkulaði

Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári.
Omnom súkkulaði sópaði að sér verðlaunum á Evrópumóti í súkkulaðigerð í gær. Omnom hlaut 11 verðlaun, þar á meðal 5 gullverðlaun.
Gullverðlaunahafar Evrópumótsins fá þátttökurétt á alþjóðlegu súkkulaðihátíðinni sem fer fram seinna á árinu. Alþjóðlegu súkkulaðiverðlaunin eru mestu heiðursverðlaun sem súkkulaði getur hlotið.
Um þrjátíu manna dómnefnd heiðraði nýjastu afurð Omnom með gulli, en Black n´ Burnt Barley kom út í maí á þessu ári. Einnig vann eitt vinsælasta súkkulaði Omnom, Lakkrís + Salt til gullverðlauna sem og Milk of Madagascar. Öll þessi súkkulaði munu keppa til verðlauna seinna á árinu.
„Þetta er svolítið eins og að vinna EM í súkkulaði. Við erum ótrúlega hamingjusöm og hrærð yfir þessum mikla heiðri. Svona verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir ungt og íslenskt fyrirtæki.“
segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður.
Listi yfir verðlaun:
Mikrólögun – Hreint/ Unnið úr upprunabaun – mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun fyrir Milk of Madagascar
Bragðbætt hvítt súkkulaði
Gullverðlaun Lakkrís + Sea Salt
Silfurverðlaun fyrir Coffee + Milk
Viðbætt hvítt súkkulaði (t.d. hnetur, súkkulaði, karamella)
Gullverðlaun fyrir Black n’ Burnt Barley
Míkrólögun – Hreint/upprunabaun mjólkursúkkulaði
Gullverðlaun: Súkkulaðiframleiðandi fyrir Milk of Madagascar
Gullverðlaun: Keypt beint af bónda Milk of Madagascar
Míkrólögun – Hreint/upprunaland dökkt súkkulaði
Silfurverðlaun fyrir Madagascar 66%
Silfurverðlaun fyrir Tanzania 70%
Hreint/upprunaland dökkt mjólkursúkkulaði (Sem inniheldur 50% kakó eða meira )
Bronsverðlaun fyrir Dark Milk of Tanzania
Bronsverðlaun fyrir Milk of Nicaragua
Viðbætt mjólkursúkkulaði (t.d hnetur, súkkulaði, karamella)
Bronsverðlaun fyrir Caramel + Milk
Myndir: Omnom Chocolate

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun