Frétt
Íhuga að gera tilraunir á Dill – Borðapantanir fuðruðu upp með tilkomu kórónuveirunnar
Þrátt fyrir að farið sé að birta til í kórónuveirumálum Íslendinga segjast aðstandendur veitingastaðarins Dills enn vera langt frá landi. Um það bil 85 prósent allra viðskiptavina hafi verið erlendir ferðamenn og að þrír mánuðir af bókunum hafi fuðrað upp með tilkomu kórónuveirunnar.
„Það var allt fullt hjá okkur þrjá mánuði fram í tímann, staðurinn var fullbókaður. En um leið og vírusinn skall á sáum við hundruð bókana hverfa og við vorum orðin galtóm viku seinna.“
segir Gunnar Karl Gíslason annar stofnenda Dills í samtali við visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Því segir Gunnar Karl að til skoðunar sé að gera tilraunir á Dill, ekki síst til að laða að Íslendinga sem til þessa hafa aðeins sótt staðinn til að fagna stórum áföngum. Hugmyndir séu uppi um að breyta Dill í „vínbar“ tvo daga í viku,
„þar sem við yrðum með létta og skemmtilega rétti, góð vín og jafnvel lifandi tónlist. Við myndum reyna að halda í það sem Dill stendur fyrir en gera staðinn aðgengilegri og hversdagslegri.“
Myndir: Dill restaurant / Aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann