Frétt
Íhuga að gera tilraunir á Dill – Borðapantanir fuðruðu upp með tilkomu kórónuveirunnar
Þrátt fyrir að farið sé að birta til í kórónuveirumálum Íslendinga segjast aðstandendur veitingastaðarins Dills enn vera langt frá landi. Um það bil 85 prósent allra viðskiptavina hafi verið erlendir ferðamenn og að þrír mánuðir af bókunum hafi fuðrað upp með tilkomu kórónuveirunnar.
„Það var allt fullt hjá okkur þrjá mánuði fram í tímann, staðurinn var fullbókaður. En um leið og vírusinn skall á sáum við hundruð bókana hverfa og við vorum orðin galtóm viku seinna.“
segir Gunnar Karl Gíslason annar stofnenda Dills í samtali við visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Því segir Gunnar Karl að til skoðunar sé að gera tilraunir á Dill, ekki síst til að laða að Íslendinga sem til þessa hafa aðeins sótt staðinn til að fagna stórum áföngum. Hugmyndir séu uppi um að breyta Dill í „vínbar“ tvo daga í viku,
„þar sem við yrðum með létta og skemmtilega rétti, góð vín og jafnvel lifandi tónlist. Við myndum reyna að halda í það sem Dill stendur fyrir en gera staðinn aðgengilegri og hversdagslegri.“
Myndir: Dill restaurant / Aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars