Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? – Kristinn: „við öskruðum úr okkur allan kraft“

Birting:

þann

Kristinn Gísli Jónsson

Kristinn Gísli Jónsson er meðlimur í Kokkalandsliðinu

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Sindri skoraði á Kristinn að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fullt nafn:
Kristinn Gísli Jónsson

Fæðingardagur og ár:
17. apríl 1996

Áhugamál?
Matur, vín, ferðalög.

Maki og Börn?
Kærastan mín Björg Eva.

Hvar lærðir þú?
Ég lærði á Lava Restaurant og á Dill.

Núverandi starf?
Kokkur á silfra Restaurant

Hvers vegna fórstu í kokkinn?
Fór í kokkinn vegna þess að það var alltaf mikill áhugi á matreiðslu hjá mér.

Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Er með hrikalega golfsveiflu.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þau eru svo mörg, ekki hægt að velja.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Beyoncé og Jay Z.

Hvaða íslenski skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le Kock, þeir gera bestu geggjaðan skyndibita.

Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Blue nauta short ribs.

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Um 16 klst, man ekki ástæðuna

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Thermomix.

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Smakkseðill á Asador Extebarri.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Örugglega bara ennþá að reyna klára framhaldsskóla.

Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það eru svo margir sem ég lít upp til að ég get ekki valið.

Kristinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu.  Eins og kunnugt er þá lenti liðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi nú á dögunum, sjá nánar hér.
Hvernig var tilfinningin að heyra Ísland í 3. sæti á Ólympíuleikunum?

Það var alveg magnað að heyra það, við öskruðum úr okkur allan kraft.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Snorri Victor Gylfason því hann er lang flottastur.

Fleiri pistlar hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Létu gott af sér leiða og færðu starfsfólki Landspítalans mat – Myndir

Birting:

þann

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Veitingastaðurinn Kore afhentu starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir í morgun.

„Það er okkur sannur heiður að fá að létta aðeins undir hjá starfsfólki Landspítalans á þessum erfiðu tímum. Við vonum að maturinn hafi komið sér vel, þið eruð best! Verum jákvæð!“

Segir í tilkynningu frá Kore.

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Starfsmenn Kore

„Okkur á KORE langar að láta gott af okkur leiða og skapa í leiðinni jákvætt umtal um veitingageirann. Þetta hefur vissulega verið erfiður tími hjá veitingaaðilum en við megum ekki týna okkur í neikvæðri umræðu. Við fengum alla okkar helstu birgja til að taka þátt í verkefninu með okkur og ætlum að gefa starfsfólki Landspítalans á bilinu 150-200 skammta í dag,“

sagði Atli Snær eigandi Kore í samtali við mbl.is.

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Um Atla Snæ og Kore

Atli Snær er matreiðslumaður að mennt, en hann útskrifast frá Dill árið 2018 og var fyrsti matreiðsluneminn sem útskrifaðist frá Dill. Á meðan samningstímanum á Dill, þá starfaði Atli einnig sem stagé á Faviken í Svíþjóð og á Agern hjá Gunnari í New York.

Atli hefur starfað meðal annars á Kex Hostel, Bláa lóninu, Einsa Kalda, á Michelin staðnum Dill og starfaði með Kokkalandliðinu sem aðstoðarmaður.

Eftirfarandi er skemmtileg lýsing á staðnum Kore sem finna má á heimasíðu staðarins:

Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ! Snargrjónaða gleðin, kryddsterku laglínurnar og brösuðu nótnastigarnir hafa eignast rjúkandi heimili í Reykjavík. Götueldhús með bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó.

Hér sameinast ekki bara Kóreuskaginn, líka Kórea og Skaginn, skyndibitar og stífdrykkja, kóreskt Taco frá Borg englanna, djúpsteiktur kjúlli Nýju Jórvíkur og Soju vín frá móðurlandinu. Við spörum síðan ekki neitt í Kimchinu okkar

Fleiri Kore fréttir hér.

Myndir: facebook / KORE

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hverjir eiga þetta lag? – Könnun

Birting:

þann

Merkja - Könnun

Í meðfylgjandi texta er vín sem þema í laginu og við spyrjum: Hverjir eiga þetta lag?

Deildu með öðrum niðurstöðunni:

Share your score!
Tweet your score!

#1. Hverjir eiga þetta lag?

Ljúka

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Skemmtileg útfærsla á þorraveislu heim til þín

Birting:

þann

Skemmtileg útfærsla á þorraveislu heim til þín

Höfnin veitingahús býður þorraveislu fyrir tvo til þrjá. Glæsilega framreiddur þorramatur í vistvænum umbúðum.

Stútfull þorraveisla:

Hangikjöt
Hrútspungar
Sviðasulta
Blóðmör
Lifrarpylsa
Lundabaggar
Harðfiskur
Hákarl
Síldarréttir
Baunasalat
Rúgbrauð
Flatkökur
Smjör

Til örbylgjuhitunar í ca 2 mín:
Saltkjöt og baunir
Rófustappa
Kartöflur
Uppstúf

Verðið er 9950/- fyrir 2-3 og innihaldið um það bil 1500 gr

Nánar á www.hofnin.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið