Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn
Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.
Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.
Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.
Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.
Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.
Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.
Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.
Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar