Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn
Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.
Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.
Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.
Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.
Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.
Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.
Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.
Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir1 dagur síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa






