Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hvað er Za’atar? – Í dag er Za’atar dagurinn
Þú hefur eflaust aldrei heyrt um orðið „Za’atar“, en það er hugtak sem notað er til að lýsa matargerð úr jurtum.
Það er einnig notað til að lýsa kryddblöndu sem notuð er sérstaklega í matargerð frá Mið-Austurlöndum, sem inniheldur blóðberg (timian), salt, þurrkað sumac, ristuð sesamfræ og annað krydd.
Sérstakt villt blóðberg sem finnst í Miðausturlöndum og Levantine svæðinu er notað til að búa til Za’atar blönduna.
Bragðið á Za’atar blöndunni er bragðmikið og það kemur mikið eftirbragð.
Blönduna er hægt að blanda við ólífuolíu, baba gannouj, hummus og labne, sem er þykkt jógúrt. Margir bæta blöndunni við salatdressingu, steiktu og soðnu grænmeti ofl.
Hægt er að nota blönduna með að krydda fisk, kjöt og kjúkling. Eins og þú sérð þá er í raun engin takmörk þegar kemur að því hvernig hægt er að nota „Za’atar“ blönduna.
Til gamans skal þess getið, að dagurinn í dag, 23. september, er tileinkaður Za’atar.
Za’atar uppskriftina er hægt að skoða með því að smella hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda






