Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hornið fagnar 40 ára afmæli | Jakob: „Þakklátur öllu góða starfsfólkinu og frábæru gestunum…“

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Hornið við Hafnarstræti 15 fagnar 40 ára afmæli sínu í dag en staðurinn var fyrst opnaður 23. júlí árið 1979.

Jakob H Magnússon matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Hornsins skrifar hjartnæma færslu á facebook í tilefni 40 ára afmæli Hornsins og er birt hér með góðfúslegu leyfi hans:

Veitingahúsið Hornið 40 ára

„Í dag 23 júlí eru 40 ár síðan ég og Guðni frændi opnuðum dyr Hornsins fyrir gesti. Þessi mynd er frá þeim opnunardegi fyrir 40 árum. Þarna er ég, Guðni, Vallý mín elskulega og Steina hans Guðna. Viðar Aðalsteinsson dáleiðari er að þjóna okkur. Er ótrúlega þakklátur fyrir þessi skemmtilegu og góðu ár.

Þakklátur öllu góða starfsfólkinu og frábæru gestunum sem hafa komið á Hornið. Vallý mín elskulega hefur verið minn styrkur og fjölskyldan öll, ástarþakkir fyrir það. Það er opið hús á Horninu í dag og ykkur er öllum boðið að líta við. Svo geri ég orð Ringo Starr að mínum og segi peace and love til allra.“

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið