Starfsmannavelta
Hjörtur Valgeirsson ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela
Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela. Hjörtur lauk BA í hótelstjórnun árið 2003 í South Bank University Business School, Englandi og útskrifaðist með MBA úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.
Hjörtur hefur starfað við hótelstörf frá árinu 1998 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði hann í Kína við veitingarekstur og gæðastjórnun. Hjörtur var í stjórnendateymi við innleiðingu á fyrsta Hilton hóteli Íslands á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hann starfaði í 3 ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandshótelum.
Einnig hefur Hjörtur starfað á The Halkin London og Crowne Plaza London. Á árunum 2014 – 2016 starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti. Frá árinu 2016 hefur Hjörtur starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli landsins og stýrt þar að auki veitingastöðunum Haust Restaurant og Bjórgarðinum.
Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnu hótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana