Vín, drykkir og keppni
Hér eru Somersby sumarkokteilarnir í ár | 34 keppendur tóku þátt og þar af voru 12 keppendur frá Bláa Lóninu
Somersby sumarkokteillinn 2016 var haldinn síðastliðinn sunnudag 8. maí. Þar fóru dómarar á milli staða með myndatökumanni og dæmdu kokteila á hverjum stað.
10 staðir voru með í keppninni og tóku 34 keppendur þátt. Þar af voru 12 keppendur frá Bláa Lóninu sem er frábært.
Dómarar voru:
- Brandur Sigfússon – Ölgerðinni
- Jóhannes Páll Sigurðarson – Ölgerðinni
- Leó Ólafsson – Nýsköpunarnefnd barþjónaklúbbsins
- Kristofer Bruno La Fata – Reykjavík Hair og útskrifaður frá Europen Bartending school
Vinningurinn er ekki af verri endanum; 50.000 úttekt kr frá www.mjflairshop.com
Myndband tekið uppá vinnustað viðkomandi þar sem barþjónninn útskýrir pælinguna á bak við drykkinn og hvernig hann er gerður.
Efstu 6 kokteilar fara í bækling sem dreift verður í ÁTVR og á börum og skemmtistöðum.
Úrslitin voru eftirfarandi:
- sæti : Rósa Borg Guðmundsdóttir – Bláa Lónið
- sæti : Fannar Már Oddsson – Kolabrautin
- sæti : Dagný Björt Benjamínsdóttir – Fiskmarkaðurinn
- sæti : Heimir Þór Morteins – American bar
- sæti : Fannar Logi Jónsson – Sushi Samba
- sæti : Jóhann B Jónasson – Frederiksen Ale House
Dómnefnd vill taka það fram að kokteilar voru dæmdir eftir því hvort þeirra væri gott að njóta um sumar í sólinni, hvort hægt væri að fá sér nokkra af og væri einfalt að gera. Margir kokteilanna voru góðir en uppfylltu þessi viðmið ekki beint. Einnig kom skemmtilega á óvart að það leynast færir barþjónar á ólíkum stöðum.
Meðfylgjandi myndir eru af vinningskokteilunum ásamt uppskriftum:

-
Nemendur & nemakeppni7 klukkustundir síðan
Gull til Íslands í framreiðslu á Norðurlandamóti – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas