Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Hér eru Somersby sumarkokteilarnir í ár | 34 keppendur tóku þátt og þar af voru 12 keppendur frá Bláa Lóninu

Birting:

þann

Somersby sumarkokteillinn 2016 var haldinn síðastliðinn sunnudag 8. maí. Þar fóru dómarar á milli staða með myndatökumanni og dæmdu kokteila á hverjum stað.

10 staðir voru með í keppninni og tóku 34 keppendur þátt. Þar af voru 12 keppendur frá Bláa Lóninu sem er frábært.

Dómarar voru:

Vinningurinn er ekki af verri endanum; 50.000 úttekt kr frá www.mjflairshop.com

Myndband tekið uppá vinnustað viðkomandi þar sem barþjónninn útskýrir pælinguna á bak við drykkinn og hvernig hann er gerður.

Efstu 6 kokteilar fara í bækling sem dreift verður í ÁTVR og á börum og skemmtistöðum.

Úrslitin voru eftirfarandi:

  1. sæti : Rósa Borg Guðmundsdóttir – Bláa Lónið
  2. sæti : Fannar Már Oddsson – Kolabrautin
  3. sæti : Dagný Björt Benjamínsdóttir – Fiskmarkaðurinn
  4. sæti : Heimir Þór Morteins – American bar
  5. sæti : Fannar Logi Jónsson – Sushi Samba
  6. sæti : Jóhann B Jónasson – Frederiksen Ale House

Dómnefnd vill taka það fram að kokteilar voru dæmdir eftir því hvort þeirra væri gott að njóta um sumar í sólinni, hvort hægt væri að fá sér nokkra af og væri einfalt að gera. Margir kokteilanna voru góðir en uppfylltu þessi viðmið ekki beint. Einnig kom skemmtilega á óvart að það leynast færir barþjónar á ólíkum stöðum.

Meðfylgjandi myndir eru af vinningskokteilunum ásamt uppskriftum:

Somersby sumarkokteillinn 2016

1. sæti

Somersby sumarkokteillinn 2016

2. sæti

Somersby sumarkokteillinn 2016

3. sæti

Somersby sumarkokteillinn 2016

4. sæti

Somersby sumarkokteillinn 2016

5. sæti

Somersby sumarkokteillinn 2016

6. sæti

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið