Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Helvítis kokkurinn var leynigesturinn á KM fundinum – Myndir

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

Hafliði Halldórsson, Ívar Örn Hansen og Andreas Jacobsen

Nú dögunum var haldin fundur hjá Klúbbi matreiðslumeistara þar sem Danól og Ölgerðin bauð til veislu í húsi Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11.

Skemmtileg fundardagskrá í bland við hefðbundin fundarstörf og þar á meðal var leynigestur á dagskrá.

„Já, ég var leynigestur á fundinum og var það vel. Ég fór bara aðeins yfir sjónvarpsþættina mína Helvítis Kokkurinn sem er hægt að nálgast á visir.is og hvernig þeir urðu til.“

Sagði Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkur, í samtali við veitingageirinn.is.

Ívar Örn er með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn sem sýndir eru á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.

Sultugerð og veislur - Helvítis kokkurinn

Helvítis eldpiparsulturnar.
Helvítis sulturnar eru unnar á gamla góða mátann og er eingöngu notaður íslenskur eldpipar og eru engin rotvarnar- eða litarefni í þeim þannig að þær eru náttúrlega fallegar á litinn.
Mynd: helvitis.is

Ívar Örn opnaði nú á dögunum Helvítis Veisluþjónustuna ásamt því að framleiða vinsælu Helvítis Eldpiparsulturnar.

Veisluþjónusta - Banner

Ívar Örn byrjaði að læra fræðin sín í Veislunni hjá Brynjari Eymundssyni undir handleiðslu Bjarna Óla Haralds og síðar Hauks Kr. Eyjólfssonar.

„Ásamt heilum haug af öðrum frábærum kokkum“

Sagði Ívar hress, aðspurður um námsferilinn, en hann útskrifaðist árið 2016 hjá Vigni Hlöðverssyni yfirmatreiðslumeistara á Grand Hótel.

Að mestu hefur Ívar unnið sjálfstætt síðustu ár og verið að vinna sem einkakokkur fyrir þá efnameiru.  Á nýju ári kemur svo út önnur sería af sjónvarpsþáttunum Helvítis Kokkurinn á visir.is og Stöð 2.

Heimasíða Ívars er á vefslóðinni www.helvitis.is

Matseðilinn á fundinum var eftirfarandi:

Rauðrófusíld

Piparrótarsíld

Heit lifrarkæfa

Andasalat

Saltað uxabrjóst með hvítkálsstúf

Lobes Cobes:

Fleskestek

Brúnkál

Sykurbrúnarðar

Rauðkál

Eplasalat

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

Meistararnir Alfreð Gústaf Maríuson og Bjarki Ingþór Hilmarsson

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

F.v. Tómas Guðnason, Jón Pálsson á Gaflinum og Sigurður Einarsson matreiðslumeistarar.
Til gamans getið þá lærðu þeir Tómas og Jón fræðin sín á sama tíma á Naustinu, Tómas hóf námið árið 1959 og Jón árið 1960.

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

Jón Kr. Friðgeirsson og Guðmundur H. Halldórsson matreiðslumeistarar

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

Klúbbur matreiðslumeistara - Danól og Ölgerðin

Meðfylgjandi myndir tóku þeir Steinar Davíðsson og Ingi Páll Sæbjörnsson matreiðslumenn og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi þeirra beggja.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið