Keppni
Hefur þú „keppnis“ áhuga á matreiðslu?
Ertu lærður matreiðslumaður, matreiðslunemi eða pastry-kokkur? Hefur þú gaman af því að elda í góðra vina hópi, skiptast á bransasögum og ferðast til útlanda? Ef svo er þá gætir þú átt erindi í Kokkalandsliðið!
Nú er rétta tækifærið. Kokkalandsliðið mun keppa á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður í Lúxemborg haustið 2022 og fram undan er strangt og skemmtilegt æfingaferli. Við leitum að kokkum, desert/pastry-kokkum og nemum sem hafa mikinn áhuga og metnað fyrir mat og getu til að taka þátt í ógleymanlegri lífsreynslu sem gerir okkur öll að betri fagmönnum.
Ekki er skilyrði að hafa tekið þátt í keppni áður en vilji og geta til hópvinnu og að tilheyra sterkri liðsheild er algjört lykilatriði.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að senda inn umsókn og ferilskrá á [email protected]
Við leitum einnig að ungliðum sem verða yngri en 23 ára 2022.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband á [email protected]
Björn Bragi, forseti Klúbbs matreiðslumeistara
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann