Uppskriftir
Haust sveppabaka
Fyrir 4
1 pakki wewalka bökudeig
300 gr blandaðir sveppir
1 stk rauðlaukur
200 gr gratínostur
3 egg
2 dl matreiðslurjómi
Aðferð:
Finnið til 4 form c.a. 12×12 cm og c.a. 3-5 cm djúp. Skerið deigið í 4 hluta og þrýstið í formin.
Steikið sveppina og rauðlaukinn. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman sveppum, rauðlauk, matreiðslurjóma, eggjum og rifnum osti. Hellið blöndunni í skálarnar með deiginu. Bakið við 165°C í c.a. 30 mín. Berið fram með góðu nýbökuðu brauði og blönduðu salati.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s