Keppni
Halldór keppir í dag á Ólympíuleikum matreiðslunema – Fylgist með á Snapchat veitingageirans
Ólympíuleikar matreiðslunema hófust í morgun en þeir eru haldnir rafrænt í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi.
Halldór Hafliðason matreiðslunemi keppir fyrir hönd Íslands og keppir klukkan 15:00 í dag undankeppni.
Undankeppni skiptist í tvo hluta:
Í fyrri hlutanum er hæfnispróf, þar sem Halldór þarf að framkvæma ákveðna skurði og hefur 30 mínútur til þess.
Í seinni hlutanum sem tekur 2 klukkustundir, eldar Halldór fyllt pasta með sósu og Crème caramel með ávaxtasósu.
Honum til halds og traust eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson matreiðslunemar.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Dagur Grýsson sýnir frá keppninni í dag á Snapchat veitingageirans, fylgist með á veitingageirinn
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: Ægir Friðriksson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






