Keppni
Halldór keppir í dag á Ólympíuleikum matreiðslunema – Fylgist með á Snapchat veitingageirans
Ólympíuleikar matreiðslunema hófust í morgun en þeir eru haldnir rafrænt í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi.
Halldór Hafliðason matreiðslunemi keppir fyrir hönd Íslands og keppir klukkan 15:00 í dag undankeppni.
Undankeppni skiptist í tvo hluta:
Í fyrri hlutanum er hæfnispróf, þar sem Halldór þarf að framkvæma ákveðna skurði og hefur 30 mínútur til þess.
Í seinni hlutanum sem tekur 2 klukkustundir, eldar Halldór fyllt pasta með sósu og Crème caramel með ávaxtasósu.
Honum til halds og traust eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson matreiðslunemar.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Dagur Grýsson sýnir frá keppninni í dag á Snapchat veitingageirans, fylgist með á veitingageirinn
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: Ægir Friðriksson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður