Keppni
Halldór keppir í dag á Ólympíuleikum matreiðslunema – Fylgist með á Snapchat veitingageirans
Ólympíuleikar matreiðslunema hófust í morgun en þeir eru haldnir rafrænt í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi.
Halldór Hafliðason matreiðslunemi keppir fyrir hönd Íslands og keppir klukkan 15:00 í dag undankeppni.
Undankeppni skiptist í tvo hluta:
Í fyrri hlutanum er hæfnispróf, þar sem Halldór þarf að framkvæma ákveðna skurði og hefur 30 mínútur til þess.
Í seinni hlutanum sem tekur 2 klukkustundir, eldar Halldór fyllt pasta með sósu og Crème caramel með ávaxtasósu.
Honum til halds og traust eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson matreiðslunemar.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Dagur Grýsson sýnir frá keppninni í dag á Snapchat veitingageirans, fylgist með á veitingageirinn
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: Ægir Friðriksson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir