Vertu memm

Keppni

Halldór keppir í dag á Ólympíuleikum matreiðslunema – Fylgist með á Snapchat veitingageirans

Birting:

þann

Halldór Hafliðason

Halldór Hafliðason

Ólympíuleikar matreiðslunema hófust í morgun en þeir eru haldnir rafrænt í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi.

Halldór Hafliðason matreiðslunemi keppir fyrir hönd Íslands og keppir klukkan 15:00 í dag undankeppni.

Undankeppni skiptist í tvo hluta:

Í fyrri hlutanum er hæfnispróf, þar sem Halldór þarf að framkvæma ákveðna skurði og hefur 30 mínútur til þess.

Í seinni hlutanum sem tekur 2 klukkustundir, eldar Halldór fyllt pasta með sósu og Crème caramel með ávaxtasósu.

Honum til halds og traust eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson matreiðslunemar.

Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.

Dagur Grýsson sýnir frá keppninni í dag á Snapchat veitingageirans, fylgist með á veitingageirinn

Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.

Mynd: Ægir Friðriksson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið