Keppni
Halldór keppir í dag á Ólympíuleikum matreiðslunema – Fylgist með á Snapchat veitingageirans
Ólympíuleikar matreiðslunema hófust í morgun en þeir eru haldnir rafrænt í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
Keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi.
Halldór Hafliðason matreiðslunemi keppir fyrir hönd Íslands og keppir klukkan 15:00 í dag undankeppni.
Undankeppni skiptist í tvo hluta:
Í fyrri hlutanum er hæfnispróf, þar sem Halldór þarf að framkvæma ákveðna skurði og hefur 30 mínútur til þess.
Í seinni hlutanum sem tekur 2 klukkustundir, eldar Halldór fyllt pasta með sósu og Crème caramel með ávaxtasósu.
Honum til halds og traust eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson matreiðslunemar.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Dagur Grýsson sýnir frá keppninni í dag á Snapchat veitingageirans, fylgist með á veitingageirinn
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: Ægir Friðriksson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort