Keppni
Halldór Hafliðason keppir til úrslita á Ólympíuleikum matreiðslunema í dag – Bein útsending

Halldór Hafliðason í undankeppninni.
Halldór keppti á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði (Julienne, Brunoise, Jardiniere, Paysanne og Macedoine) og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Í dag föstudaginn 4. febrúar fer fram úrslitakeppni á Ólympíuleikum matreiðslunema. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
50 lönd tóku þátt í undanúrslitunum sem fram fóru fyrr í vikunni og 10 lönd komust áfram og þar á meðal Ísland.
Halldór keppir í dag klukkan 12:00 á íslenskum tíma þar sem hann á að elda kjúklingarétt fyrir fjóra og nota að minnsta kosti 50 prósent af eftirfarandi hráefnum:
Hráefni | Magn | Hráefni | Magn |
Sveppir | 100g | Kúrbítur | 150g |
Tómatar | 150g | Sætar kartöflur | 1 stór |
Laukur | 1 stór | Ferskur aspas | 100g |
Hvítlaukur | 3 cloves | Puy linsubaunir | 150g |
Ólifuolía | 125 ml | Gul paprika | 2 |
Ósaltað smjör | 100g | Soy sósa | 75 ml |
Ferskt mangó | 1 stór | Fennel | 1 knippi |
Balsamic edik | 50 ml | Brúnt kjúklingasoð | 350 ml |
Hvítvínsedik | 125 ml | Rótargrænmeti | 50g |
Piparrót | 50g | Villi hrísgrjón | 100g |
Ferskar kryddjurtir
|
Rósmarín, timían, stenselja, salvía, dill, mynta, graslaukur og basil |
Því næst gerir Halldór súkkulaðieftirrétt með eftirfarandi hráefni:
Dökkt súkkulaði 55% | 250g | Tilbúið marsipan | 100g |
Þeyttur rjómi | 250ml | Möndlur | 100g |
Egg | 4 | Apríkósusulta | 50g |
Sykur | 100g | Agar Agar hlaup | 50g |
Hveiti | 100g | Pectin | 75g |
Fersk appelsína | 2 | Ferskt chilli | 2 |
Fersk sítróna | 2 |
Tímarammi er 2 klst.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Bein útsending
Úrslit verða kynnt á morgun laugardaginn 5. febrúar og verður veitingageirinn.is á vaktinni og flytur ykkur fréttir um leið og þær berast.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Myndir: Ægir Friðriksson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið