Keppni
Halla sigraði í fyrstu kokteilakeppni MK með Forsetakokteilinn
Fimmtudaginn 4. nóvember s.l. var í fyrsta skipti keppt í kokteilakeppni í Menntaskólanum í Kópavogi, þar sem nemendur kepptu í því að búa til glæsilega óáfenga kokteila.
Dómarar voru bæði fagfólk í veitingageiranum og áhugafólk um kokteila.
Í keppninni var boðið upp á fjölbreytt úrval hráefna sem nemendur nýttu við kokteilagerð. Einnig var boðið upp á grunnskreytingarefni, en allir keppendur máttu taka með sér viðbót í skreytingar.
Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar með grunnhráefni og hins vegar sérstaklega í flokki þar sem nemendur tóku allt að þrjú aukahráefni með sér (ber, sykursýróp eða annað óáfengt hráefni).
Nemendur máttu taka þátt í öðrum flokknum eða báðum.
Keppendur fengu 10 mínútur í undirbúning (hráefni tekið til og skreyting undirbúin) og 10 mínútur í framkvæmd. Keppendur þurftu að skila tveimur glösum af kokteilum (annað fyrir keppnisborðið og hitt fyrir dómnefnd, glösin þurftu bæði að vera eins).
Í viðbót við glösin, þurfti kokteillinn að hafa nafn og skila þurfti uppskrift.
Hráefni sem nemendur gátu valið úr var:
Grunnhráefni:
Appelsínusafi
Trönuberjasafi
Ananassafi
Eplasafi
Sítrónusafi
Limesafi
Sprite
Sódavatn
Rjómi
Ginger ale
Grenadine (bleikt sykursíróp)
Blue curacao (blátt sykursíróp)
Mynta
Grunnskreytingarefni
Sítróna
Lime
Appelsína
Kokteilber
Mynta
Verðlaun voru veitt fyrir frumlegasta nafnið, faglegustu vinnubrögðin og flottustu skreytinguna, að auki verður sigurdrykkurinn notaður í kringum viðburði í MK.
Sigurvegarinn í þetta sinn var Halla með kokteilinn El Presidente eða á góðri íslensku Forsetinn.
Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu