Markaðurinn
Hafliði Halldórsson ráðinn framkvæmdarstjóri Icelandic Lamb
Hafliði Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb en hann hefur þegar hafið störf.
Í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og stefnumótun Icelandic Lamb, en markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna.
Hafliði hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðs- og sölustarfs. Hann starfaði sem sölustjóri á matvælasviði Garra frá árinu 2012 til 2016 og sem framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins frá 2015 til 2018. Hann hefur sinnt starfi verkefnastjóra matvæla og nýsköpunar hjá Icelandic Lamb frá árinu 2017 og setið í fagráði matvæla hjá Íslandsstofu frá árinu 2014.
Hafliði hefur komið víða að í veitingar- og matargeiranum á Íslandi og unnið ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, Icelandic Seafood, Icelandic Lamb, Krauma og fleiri fyrirtæki. Hafliði hefur verið virkur í starfi Íslenska kokkalandsliðsins síðast liðin ár meðfram störfum sínum, bæði sem þjálfari og í forsvari fyrir Klúbb Matreiðslumeistara.
Hafliði segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Icelandic Lamb og þessum kaflaskilum í starfi sínu fyrir markaðsstofuna. Verkefnin framundan séu krefjandi en jafnframt afar spennandi, hann taki við góðu búi og hlakkar hann til þess að vinna áfram með afbragðs samstarfsfólki. Hann þakkar Stjórn Icelandic Lamb fyrir það góða traust sem honum er sýnt með ráðningunni og horfir bjartsýnn til framtíðar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita