Markaðurinn
Hafliði Halldórsson ráðinn framkvæmdarstjóri Icelandic Lamb
Hafliði Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb en hann hefur þegar hafið störf.
Í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og stefnumótun Icelandic Lamb, en markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna.
Hafliði hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðs- og sölustarfs. Hann starfaði sem sölustjóri á matvælasviði Garra frá árinu 2012 til 2016 og sem framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins frá 2015 til 2018. Hann hefur sinnt starfi verkefnastjóra matvæla og nýsköpunar hjá Icelandic Lamb frá árinu 2017 og setið í fagráði matvæla hjá Íslandsstofu frá árinu 2014.
Hafliði hefur komið víða að í veitingar- og matargeiranum á Íslandi og unnið ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, Icelandic Seafood, Icelandic Lamb, Krauma og fleiri fyrirtæki. Hafliði hefur verið virkur í starfi Íslenska kokkalandsliðsins síðast liðin ár meðfram störfum sínum, bæði sem þjálfari og í forsvari fyrir Klúbb Matreiðslumeistara.
Hafliði segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Icelandic Lamb og þessum kaflaskilum í starfi sínu fyrir markaðsstofuna. Verkefnin framundan séu krefjandi en jafnframt afar spennandi, hann taki við góðu búi og hlakkar hann til þess að vinna áfram með afbragðs samstarfsfólki. Hann þakkar Stjórn Icelandic Lamb fyrir það góða traust sem honum er sýnt með ráðningunni og horfir bjartsýnn til framtíðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður