Markaðurinn
Hafliði Halldórsson ráðinn framkvæmdarstjóri Icelandic Lamb
Hafliði Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb en hann hefur þegar hafið störf.
Í starfinu felst yfirumsjón með rekstri og stefnumótun Icelandic Lamb, en markaðsstofan vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna.
Hafliði hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðs- og sölustarfs. Hann starfaði sem sölustjóri á matvælasviði Garra frá árinu 2012 til 2016 og sem framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins frá 2015 til 2018. Hann hefur sinnt starfi verkefnastjóra matvæla og nýsköpunar hjá Icelandic Lamb frá árinu 2017 og setið í fagráði matvæla hjá Íslandsstofu frá árinu 2014.
Hafliði hefur komið víða að í veitingar- og matargeiranum á Íslandi og unnið ýmis ráðgjafaverkefni fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, Icelandic Seafood, Icelandic Lamb, Krauma og fleiri fyrirtæki. Hafliði hefur verið virkur í starfi Íslenska kokkalandsliðsins síðast liðin ár meðfram störfum sínum, bæði sem þjálfari og í forsvari fyrir Klúbb Matreiðslumeistara.
Hafliði segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Icelandic Lamb og þessum kaflaskilum í starfi sínu fyrir markaðsstofuna. Verkefnin framundan séu krefjandi en jafnframt afar spennandi, hann taki við góðu búi og hlakkar hann til þess að vinna áfram með afbragðs samstarfsfólki. Hann þakkar Stjórn Icelandic Lamb fyrir það góða traust sem honum er sýnt með ráðningunni og horfir bjartsýnn til framtíðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati