Markaðurinn
Hafið með nýja heimasíðu | Hákon Már: „Ég get treyst á ferskan fisk og góða þjónustu frá Hafinu“
Hafið er fiskverslun að Hlíðarsmára 8 í Kópavogi og Spönginni 13 í Grafarvogi. Á nýrri heimasíðu Hafsins er meðal annars hægt að lesa skemmtileg ummæli frá landsþekktum fagmönnum, en Hafið sérhæfir sig m.a. í þjónustu við mötuneyti og veitingastaði.
Hafið fiskverslun kaupir fisk beint af fiskmörkuðum og kaupir þann sem veiddur er af smábátum sem róa út daglega og veiða á línu. Fiskurinn er síðan verkaður og meðhöndlaður af starfsmönnum Hafsins þar sem notkun véla og tækja er takmörkuð. Það er gert til að tryggja bestu gæðin og ánægjan leynir sér ekki í ummælum hjá viðskiptavinum Hafsins:
„Ég fæ hvergi betra hráefni eða þjónustu og verðin eru mjög sanngjörn. Það er allt upp á tíu hjá strákunum í Hafinu“
Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone,,Það er til lausn og lausnin er Hafið“
Elmar Kristjánsson – Landsbankanum,,Áreiðanleg gæði, þjónusta og verð. Gef Eyjó og félögum í Hafinu báða þumlana upp“
Hrefna Rósa Sætran – Fiskmarkaðinum,,Ég er mjög ánægður viðskiptavinur Hafsins. Fyrirtækið er framúrskarandi á sínum vettvangi enda alltaf með ferskasta og besta hráefnið.“
Jóhannes Steinn Jóhannesson – Slippbarnum„Frábær þjónusta. Hafið er langbesti og öruggasti fisksalinn“
Þórir Bergsson – Bergsson Mathús,,Ég get treyst á ferskan fisk og góða þjónustu frá Hafinu“
Hákon Már Örvarsson – Kitchen and Wine
Kíkið endilega á heimasíðu Hafsins á slóðinni www.hafid.is
Við minnum á facebook síðu Hafsins þar sem tilboð dagsins og fl. skemmtilegt poppar up.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta