Frétt
Hægt að sækja um lokunarstyrk á vef Skattsins
Rekstraraðilar sem gert var að stöðva starfsemi sína vegna heimsfaraldurs kórónuveiru geta nú sótt um lokunarstyrk á vef Skattsins.
Lokunarstyrkir eru ætlaðir fyrirtækjum sem þurftu að stöðva starfsemi samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna. Stjórnvöld veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra.
Sótt er um á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is.
Á vef Ísland.is er að finna upplýsingar um fjárhæðir lokunarstyrkja og skoða skilyrði þeirra og þar er einnig reiknivél þar sem hægt er að áætla upphæðir styrks.
Nánari upplýsingar:
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband