Vertu memm

Uppskriftir

Grískur gufusoðinn þorskur „Plaki“

Birting:

þann

Grískur gufusoðinn þorskur "Plaki"

Gott er að gefa með réttinum svartar eða venjulegar baunir

Þessi réttur er þekktur Grískur fiskréttur og mjög vinsæll. Mjög auðvelt að búa hann til og er hann ekkert verri kaldur eins og hann er oft borðaður í Grikklandi.

Fyrir 6 persónur.

Hráefni:

300 ml ólífuolía
2 stk laukur í þunnum sneiðum
3 stk stórir tómatar saxaðir fínt
3 stk hvítlauksrif í þunnum sneiðum
1 tsk sykur
1 tsk saxað ferskt dill
1 tsk saxað fersk myntulauf
1 tsk söxuð fersk sellerýlauf
1 msk söxuð fersk steinselja
6 þorskstykki 150 gr hvert (Hnakkastykki)
2 msk sítrónusafi
Salt og nýmulinn svartur pipar

Aðferð:

1- Hitið olíuna í víðum potti. Setjið laukinn útí og steikið gulbrúnan. Bætið tómötum saman við ásamt hvítlauk, sykri, dilli, myntu, sellerý, steinselju og 300 ml af vatni. Kryddið til með salti og pipar og látið sjóða rólega, án loks í 25 mínútur, eða þar til vökvinn hefur soðið niður um 1/3.

2- Hellið vökvanum í eldfast form eða skál og setjið saltfiskinn útí og eldið í 180 gráðu heitum ofni í 10-12 mínútur eða þar til fiskurinn er um það bil eldaður. Fjarlægið úr ofninum og bætið sítrónusafa saman við látið standa í nokkrar mínútur áður en hann er framreiddur. Streytið með ferskum, söxuðum jurtum og góðu brauði eða hrísgrjónum.
þennan rétt má framreiða heitann eða kaldann.

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Höfundur er Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið