Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gordon Ramsay opnar stærsta hamborgarastaðinn í veitingaveldi sínu
Í júlí næstkomandi opnar Gordon Ramsay nýjan veitingastað 02 höllinni í London og er þetta stærsti skyndibitastaðurinn sem hann opnar í veitingaveldi sínu. Í fyrra sendi hann frá sér tilkynningu að hann hefur hug á því að opna 50 nýja veitingastaði.
Ekki er um að ræða fine dining veitingastaði heldur meira í takt við skyndibitastaði, þó er hamborgarinn á nýja veitingastaðnum á Harrods í Bretlandi í dýrari kantinum eða um 15 þúsund krónur og þá á eftir að kaupa franskar og sósu.
Einnig hefur Gordon opnað „Street Burger“ veitingastaði sem staðsettir eru við St Paul’s, Covent Garden, Charing Cross Road og Woking í London og pizzustaðina „Street Pizza“ sem staðsettir eru í Battersea, Southwark, St Paul og Camden í London.
Hamborgarastaðurinn í 02 höllinni tekur 175 manns í sæti og er þar með stærsti skyndibitastaðurinn sem hann hefur opnað fram að þessu.
Sjá einnig:
Gordon Ramsay opnar þrjá nýja veitingastaði – Svona líta hamborgararnir út – Myndir og vídeó
Fleiri fréttir: Gordon Ramsay
Mynd: theo2.co.uk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta