Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Gordon Ramsay opnar stærsta hamborgarastaðinn í veitingaveldi sínu
Í júlí næstkomandi opnar Gordon Ramsay nýjan veitingastað 02 höllinni í London og er þetta stærsti skyndibitastaðurinn sem hann opnar í veitingaveldi sínu. Í fyrra sendi hann frá sér tilkynningu að hann hefur hug á því að opna 50 nýja veitingastaði.
Ekki er um að ræða fine dining veitingastaði heldur meira í takt við skyndibitastaði, þó er hamborgarinn á nýja veitingastaðnum á Harrods í Bretlandi í dýrari kantinum eða um 15 þúsund krónur og þá á eftir að kaupa franskar og sósu.
Einnig hefur Gordon opnað „Street Burger“ veitingastaði sem staðsettir eru við St Paul’s, Covent Garden, Charing Cross Road og Woking í London og pizzustaðina „Street Pizza“ sem staðsettir eru í Battersea, Southwark, St Paul og Camden í London.
Hamborgarastaðurinn í 02 höllinni tekur 175 manns í sæti og er þar með stærsti skyndibitastaðurinn sem hann hefur opnað fram að þessu.
Sjá einnig:
Gordon Ramsay opnar þrjá nýja veitingastaði – Svona líta hamborgararnir út – Myndir og vídeó
Fleiri fréttir: Gordon Ramsay
Mynd: theo2.co.uk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






