Vertu memm

Markaðurinn

Garðabær semur við Matartímann og Skólamat um framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar

Birting:

þann

Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna f.h. Matartímans og Almar Guðmundsson bæjarstjóri.

Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna f.h. Matartímans og Almar Guðmundsson bæjarstjóri.

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vor að bjóða út framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og hluta af leikskólum bæjarins fyrir tímabilið 2022-2025. Þriðjudaginn 26. júlí undirritaði bæjarstjóri Garðabæjar samninga við Matartímann annars vegar og Skólamat hins vegar um þessa þjónustu til næstu þriggja ára.

Hægt var að gera tilboð í einn eða fleiri skóla en um var að ræða 5 grunnskóla, 3 leikskóla og einn grunn- og leikskóla, alls með um 2600 nemendur.

Alls bárust tilboð frá þremur aðilum þar af voru tveir aðilar sem skiluðu tilboði í alla hluta útboðsins og einn aðili í þrjá hluta.

Samningur við Matartímann

Garðabær gerir nú í fyrsta sinn samning við Matartímann um mat í skóla bæjarins. Matartíminn er fyrirtæki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.

Máltíðir samkvæmt samningi við Matartímann 2022-2025 eru í eftirfarandi leik- og grunnskólum:

Flataskóli
Garðaskóli
Sjálandsskóli
Urriðaholtsskóli
Leikskólinn Mánahvoll
Leikskólinn Bæjarból

Lesa nánari umfjöllun hér.

Mynd: gardabaer.is

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið