Bocuse d´Or
Gaman ferðir fá lengri frest með hótelherbergin – Enn er hægt að bóka ferð á Bocuse d´or
Gaman Ferðir bjóða upp á fimm daga ferð til Ítalíu á Bocuse d´Or matreiðslukeppnina. Þetta er Evrópu forkeppni og keppandi fyrir Íslands hönd er hann Bjarni Siguróli Jakobsson og þjálfari hans er Viktor Örn Andrésson. Keppnin stendur yfir í tvo daga 11.-12. júní og í lok seinni keppnisdags eru úrslit tilkynnt. Flogið verður með WOW air til Milano en Turin er staðsett í 140 km fjarlægð frá flugvellinum. Aksturinn tekur tæpar 2 klst.
Sjá einnig: Bjarni Siguróli verður næsti Bocuse d´Or kandídat
Gist verður á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Turin en keppnin fer fram í Lingotto Fiera arena, sem er staðsett í 5 km fjarlægð frá hótelinu.
Verð pr. mann er 171.900 kr. í tvíbýli.
Áður þurfti að staðfesta ferðina fyrir 12. des og greiða 40 þús kr. í staðfestingargjald og hefur Gaman ferðir fengið lengri frest með hótelherbergin, þannig að enn er hægt að bóka ferð.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?