Bocuse d´Or
Gaman ferðir fá lengri frest með hótelherbergin – Enn er hægt að bóka ferð á Bocuse d´or
Gaman Ferðir bjóða upp á fimm daga ferð til Ítalíu á Bocuse d´Or matreiðslukeppnina. Þetta er Evrópu forkeppni og keppandi fyrir Íslands hönd er hann Bjarni Siguróli Jakobsson og þjálfari hans er Viktor Örn Andrésson. Keppnin stendur yfir í tvo daga 11.-12. júní og í lok seinni keppnisdags eru úrslit tilkynnt. Flogið verður með WOW air til Milano en Turin er staðsett í 140 km fjarlægð frá flugvellinum. Aksturinn tekur tæpar 2 klst.
Sjá einnig: Bjarni Siguróli verður næsti Bocuse d´Or kandídat
Gist verður á glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í miðbæ Turin en keppnin fer fram í Lingotto Fiera arena, sem er staðsett í 5 km fjarlægð frá hótelinu.
Verð pr. mann er 171.900 kr. í tvíbýli.
Áður þurfti að staðfesta ferðina fyrir 12. des og greiða 40 þús kr. í staðfestingargjald og hefur Gaman ferðir fengið lengri frest með hótelherbergin, þannig að enn er hægt að bóka ferð.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið13 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






